Guđni forseti sendir ţakkir og góđar kveđjur til Grindvíkinga

  • Fréttir
  • 27. apríl 2020
Guđni forseti sendir ţakkir og góđar kveđjur til Grindvíkinga

Þegar ljóst var að ekkert yrði af hátíðarhöldum Sjóarans síkáta þetta árið sendi Guðni Th. Jóhannesson bréf til bæjarins og í raun til Grindvíkinga allra. Þar sendir hann þakkir fyrir hátíðina í gegnum árin og hversu hlýjar móttökur hann og Eliza kona hans hafa fengið í gegnum árin. Guðni segir það leitt í ljósi aðstæðna að blása þurfi hátíðina af en á sama tíma sé það nauðsynlegt. 

Hann segir það afrek að halda svona glæsilega hátíð ár eftir ár en þetta hefði verið 25 ára afmæli hátíðarinnar í ár.

Bréfið má nálgast í heild sinni hér en það er stílað á Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs, en sviðið hefur ásamt frístunda- og menningarnefnd séð um allt utanumhald hátíðarinnar í samstarfi við Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur. 

Við erum að sjálfsögðu þakklát fyrir kveðju Guðna og þökkum fyrir hlýjar kveðjur. 


Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Tónleikar međ Kela á Fish House

  • Fréttir
  • 27. maí 2020

Listasmiđja barna á Húllinu

  • Fréttir
  • 26. maí 2020

Sumargleđi í Sjómannagarđinum

  • Grunnskólafréttir
  • 19. maí 2020

Kristinn Pálsson til Grindavíkur

  • Körfubolti
  • 16. maí 2020