Stóri plokkdagurinn á laugardaginn

  • Fréttir
  • 22. apríl 2020

Stóri plokkdagurinn fer fram laugardaginn 25. apríl og ætlum við sannarlega að vera með! Þetta gekk mjög vel í fyrra og nú er veðurspá með besta móti. 

Grindavíkurbær, Blái herinn ásamt fleiri bæjarfélögum á Suðurnesjum hafa tekið höndum saman og sett markmiðið á að vel takist til með að hreinsa bæjarfélagið.

Við hvetjum íbúa og starfsmenn Grindavíkurbæjar til að taka þátt í STÓRA PLOKKDEGINUM og jafnvel byrja bara strax enda hjálpar það eflaust til við að virða tveggja metra regluna og um leið má koma í veg fyrir hópamyndun.

Plokk á Íslandi bendir á nokkur góð heilræði fyrir helgina:

  • Frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa
  • Hafa hanska, plokkur og ruslapoka við höndina meðan á plokki stendur
  • Klæða sig eftir aðstæðum
  • Virðum tveggja metra regluna

Starfsmenn Grindavíkurbæjar munu einnig leggja sitt af mörkum, bæði í hreinsun og með því að útvega búnað. Hægt er að nálgast t.d. ruslapoka og hanska í áhaldahúsinu við Hafnargötu. Þar hafa t.a.m. verið settir ruslapokar og einnota vettlingar á vörubílspalli sem stendur fyrir utan Þjónustumiðstöðina. Fólk getur komið þangað og sótt hvort tveggja og ef það getur sett fullu pokana aftur á pallinn. Binda þarf fyrir pokanna. 

Ef pokar eru þungir þarf að setja þá við vegbrún og senda tilkynninu á thjonusta@grindavik.is séu þeir úr alfara leið.

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar taka hring á mánudagsmorgun  og hirða þá poka sem standa við vegbrúnina.

Tökum nú höndum saman og gerum bæinn hreinan og fínan!
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!