Guđveig Sigurđardóttir gerđ ađ heiđursfélaga Kvenfélags Grindavíkur

  • Fréttir
  • 21. apríl 2020
Guđveig Sigurđardóttir gerđ ađ heiđursfélaga Kvenfélags Grindavíkur

Á dögunum var Guðveig S. Sigurðardóttir gerð að heiðursfélaga Kvenfélags Grindavíkur.  Þar sem fundurinn sem halda átti 6. apríl féll niður var Stella eins og hún er alltaf kölluð gerð að heiðursfélaga heima í stofu og auðvitað var passað upp á tveggja metra regluna. 

Stella var formaður Kvenfélagsins á árunum 1970 – 1976 og 1986 – 1990, hún hefur tekið þátt í ómetanlegu starfi Kvenfélags Grindavíkur og þannig gefið af sér og haft áhrif.

Heiðursfélagar Kvenfélagsins í dag eru þær, Jóhanna Sigurðardóttir, Birna Óladóttir, Sæbjörg María Vilmundsdóttir, Guðbjörg Thorstensen, Kolbrún Einarsdóttir og Guðveig S. Sigurðardóttir.

Kvenfélagskonur vilja minnan á að þær eru rúmlega hálfnaðar með að ná sínum hlut í söfnuninni fyrir tækjabúnaði sem nýtist konum um allt land.
Armböndin eru komin aftur í sölu og súkkulaðið einnig. Hægt er að hafa samband við formann félagsins, Sólveigu Ólafsdóttur til að nálgast vörur. 

Kvenfélagskonur bjóða upp á að skutla þessum flottu vörum og skella á hurðarhúninn eftir að millifærsla hefur verið framkvæmd.

Kvenfélagið vill koma því á framfæri að vegna þeirra sérstöku tíma sem nú eru vegna Covid-19 þá hefur verið ákveðið að fella niður alla vetrardagskrá félagsins með von um betri tíma þegar líður á haustið. 

 


Deildu ţessari frétt