Fundur 71

  • Skipulagsnefnd
  • 21. apríl 2020

71. fundur skipulagsnefndar haldinn Gjáin, mánudaginn 20. apríl 2020 og hófst hann kl. 16:15.

Fundinn sátu:
Guðmundur L. Pálsson, formaður, Ólafur Már Guðmundsson, aðalmaður,
Anton Kristinn Guðmundsson, aðalmaður, Unnar Á Magnússon, varamaður,
Alma Dögg Einarsdóttir, varamaður, Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. 

Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að taka á dagskrá mál með afbrigðum sem fjórða mál. 

-Breyting á deiliskipulagi við Víðihlíð – 1911034

Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:
1.     Deiliskipulagsbreyting í Svartsengi - 1909021
    Grenndarkynning á deiliskipulagsbreytingu í Svartsengi hefur farið fram. Ein athugasemd barst. 

Áður en deiliskipulagstillagan var auglýst fór hún í gegnum matskyldufyrirspurn hjá Skipulagsstofnun. Niðurstaða Skipulagsstofnunar var að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum, grundvallast sú ákvörðun á fyrirliggjandi gögnum. Ekki er talið líklegt að framkvæmdin hafi í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. 2 viðauki laga um mat á umhverfisáhrifum. 

Athugasemd gefur ekki tilefni til breytinga á deiliskipulagstillögunni. Sviðsstjóra falið að svara athugasemd sem barst. 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og vísar henni til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. 
        
2.     Deiliskipulagsbreyting vegna Suðurhóps 2 - 2001043
    Grenndarkynningu á deiliskipulagsbreytingu við Suðurhóp 2 er lokið. Frekari gögnum um deiliskipulagsbreytinguna ásamt skuggavarpi var sent á þá íbúa sem gerðu athugasemdir við deiliskipulagið fyrir fund nefndarinnar í mars. Ein athugasemd barst við þeim gögnum. 

Eftirfarandi eru upplýsingar um deiliskipulagstillögu til upplýsinga vegna athugasemdar: 
-Lóðin stækkar úr 23.381 m2 í 29.701 m2. 
-Byggingareitur er að minnka úr 8.430 m2 í 5.269 m2. 
-Byggingareitur fer um 10 metrar fjær byggð að norðanverðu en gildandi deiliskipulag segir til um. Fjarlægð milli byggingarreita Hópsskóla og Suðurhóps 12 er 66 m. 
-Byggingareitur fer um 22 metrar nær byggð að austanverðu en gildandi deiliskipulag segir til um. Fjarlægð milli byggingarreita Hópsskóla og Austurhóps 22 er 54 m. 
-Byggingarreitur fer um 12 m út fyrir núverandi byggingarreit til suðurs. 

Þegar hafist var handa við að reisa áfanga 1 í Hópsskóla, núverandi bygging, þá var mannvirkið fullhannað eins og deiliskipulagstillagan segir til um það er stækkun til austurs og þaðan til norðurs og suðurs. Skipulag skólans tekur mið af framangreindu og því stendur sú ákvörðun að stækka mannvirkið eins og áætlað var í upphafi. 

Sviðsstjóra falið að svara athugasemd sem barst. 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og vísar til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. 
        
3.     Deiliskipulag - Norðan Hópsbrautar - 1901081
    Fundur með byggingaraðilum var haldinn mánudaginn 20.apríl kl. 10:00. Farið var yfir athugasemdir þeirra og stöðuna almennt á deiliskipulaginu. 

Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræðu á fundi skipulagsnefndar. 
        
4.     Breyting á deiliskipulagi við Víðihlíð - 1911034
    Gögn vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsbreytingar við Víðihlið lögð fram. 

Nefndinni líst best á tillögu 2. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræðu á fundinum. 
        
5.     Rafhleðslustöðvar: Mögulegar staðsetningar og kostnaðargreining - 1709062
    Farið yfir hugmyndir að mögulegum staðsetningum hraðhleðslustöðva, bæði minni stöðvum við stofnanir bæjarins og svo stærri stöð sem myndi þjóna umferð meðal annars í gegnum bæinn. 

Skipulagsnefnd leggur til að hraðhleðslustöð verði staðsett á bílastæðum vestan til á lóð Víkurbrautar 58. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram og ræða við líklega samstarfsaðila til verksins. 
        
6.     Hafnargata 22 - fyrirspurn um stækkun - 2004023
    Lögð er fram fyrirspurn vegna stækkunar á byggingarreit við Hafnargötu 22. 

Skipulagsnefnd heimilar að farið verði í deiliskipulagsbreytingu vegna stækkunar. Sviðsstjóra falið að grenndarkynna stækkunina fyrir Hafnargötu 17, 19, 20, 21 og 24. 
        
7.     Ósk um afnot af landi frá skotdeild Grindavíkur - 1908129
    Skotdeild Grindavíkur óskar eftir leyfi fyrir afnotum af landi fyrir útisvæði félagsins þar sem hægt væri að iðka skotæfingar. Svar lögreglunnar við óformlegri fyrirspurn sviðsstjóra lagt fram. 

Viðbrögð lögreglunnar eru ekki jákvæð við skotsvæði á þessum stað. Skipulagsnefnd hafnar erindinu. 

        
8.     Miðgarður 2 - Umsókn um byggingarleyfi - 2004022
    Sótt er um byggingarleyfi við Miðgarð 2 vegna stækkunar á lyftuhúsi á áður samþykktri viðbyggingu. 

Þar sem um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðast að engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn (3.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010) frá áður samþykktu byggingarleyfi þá samþykkir skipulagsnefndin stækkunina. 

Fullnaðarafgreiðslu máls vísað til bæjarstjórnar. 
        
9.     Afgreiðslunefnd byggingarmála - 44 - 2004007F 
    Fundargerð afgreiðslunefndar byggingarmála nr. 44 lögð fram til kynningar. 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15.
 


Deildu ţessari frétt

A?RAR FUNDARGER?IR

Bćjarráđ / 11. ágúst 2020

Fundur 1554

Bćjarráđ / 15. júlí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1553

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 8. júlí 2020

Fundur 46

Bćjarstjórn / 30. júní 2020

Fundur 508

Öldungaráđ / 15. júní 2020

Fundur 7

Öldungaráđ / 23. janúar 2020

Fundur 6

Bćjarráđ / 23. júní 2020

Fundur 1552

Skipulagsnefnd / 22. júní 2020

Fundur 74

Bćjarráđ / 16. júní 2020

Fundur 1551

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. júní 2020

Fundur 45

Frístunda- og menningarnefnd / 10. júní 2020

Fundur 96

Afgreiđslunefnd byggingamála / 11. júní 2020

Fundur 45

Bćjarráđ / 9. júní 2020

Fundur 1550

Frćđslunefnd / 4. júní 2020

Fundur 98

Skipulagsnefnd / 3. júní 2020

Fundur 73

Bćjarráđ / 2. júní 2020

Fundur 1549

Bćjarstjórn / 26. maí 2020

Fundur 507

Skipulagsnefnd / 18. maí 2020

Fundur 72

Frćđslunefnd / 20. maí 2020

Fundur 97

Bćjarráđ / 19. maí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1548

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. maí 2020

Fundur 44

Bćjarráđ / 12. maí 2020

Fundur 1547

Frćđslunefnd / 7. maí 2020

Fundur 96

Frístunda- og menningarnefnd / 6. maí 2020

Fundur 95

Frístunda- og menningarnefnd / 24. apríl 2020

Fundur 94

Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2020

Fundur 93

Frístunda- og menningarnefnd / 4. mars 2020

Fundur 92

Frístunda- og menningarnefnd / 5. febrúar 2020

Fundur 91

Bćjarráđ / 5. maí 2020

Fundur 1546

Bćjarstjórn / 28. apríl 2020

Fundur 506