Grindvíkingar segja góđar sögur

  • Fréttir
  • 21. apríl 2020
Grindvíkingar segja góđar sögur

Suðurnesjafólk hefur um tíma verið að segja sögur sínar á vefnum www.reykjanes.is en í júní árið 2016 skrifðu sveitarfélögin á Suðurnesjum undir samstarfssamning sem miðar að því að bæta ímynd svæðisins með sérstöku markaðsátaki.

Nokkrir Grindvíkingar hafa verið að segja sína sögu en fyrst kom fram Halla María Svansdóttir, eigiandi fyrirtækisins hjá höllu og sagði frá sinni sögu og hvernig hennar rekstur hófst. Hérna má hlusta og horfa á þáttinn um Höllu Maríu.

Þá var Helgi Jónas Guðfinnsson nýlega í viðtali þar sem hann ræðir opinskátt um ástar- og stundum haturs samband sitt við körfuboltann. Hvernig hann hóf sína andlegu vegferð, hvernig hann sneri sér að líkamsrækt og stofnaði Metabolic sem nú á hug hans allan. 

Verkefnið er í fullum gangi og þrátt fyrir að hérna séu sérstaklega dregin fram viðtöl við Grindvíkinga þá eru allar þessar sögur góðar sem við hvetjum að sjálfsögðu flesta til að hlusta á og deila með öðrum. 

 

 


Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Tónleikar međ Kela á Fish House

  • Fréttir
  • 27. maí 2020

Listasmiđja barna á Húllinu

  • Fréttir
  • 26. maí 2020

Sumargleđi í Sjómannagarđinum

  • Grunnskólafréttir
  • 19. maí 2020

Kristinn Pálsson til Grindavíkur

  • Körfubolti
  • 16. maí 2020