Starfsstyrkir á frístunda- og menningarsviđi 2021

  • Fréttir
  • 20. apríl 2020
Starfsstyrkir á frístunda- og menningarsviđi 2021

Grindavíkurbær veitir árlega starfsstyrki til einstaklinga, félagasamtaka og/eða stofnana á frístunda- og menningarsviði í gegnum samstarfssamninga. Stuðningurinn er í formi fjárframlaga og/eða afnota af húsnæði í eigu sveitarfélagsins. 

Markmið samninganna er að: 
•    Draga úr kostnaði við frístunda- og tómstundaiðkun barna og unglinga í Grindavík.
•    Styðja við starf með börnum á forsendum uppeldislegra gilda og forvarna í víðum skilningi.
•    Vinna gegn óæskilegu brottfalli í eldri aldurshópum iðkenda.
•    Styðja við afreksstarf hjá íþróttafélögum í Grindavík.
•    Styðja við menningarstarfsemi í samræmi við menningarstefnu Grindavíkurbæjar.
•    Styðja við viðburðahald í Grindavík.
•    Styrkja einstaklinga og félagasamtök til lista- og menningarsköpunar í Grindavík. 

Skipulagt frístunda- og menningarstarf þarf að uppfylla a.m.k. eitt af eftirfarandi skilyrðum til þess að það teljist styrkhæft:
•    Starfsemin/viðburður skal vera opin íbúum í Grindavík. 
•    Starfsemin sé ekki rekin í ágóðaskyni. 
•    Starfsemin fellur að menningarstefnu Grindavíkurbæjar.
•    Starfsemin fellur að frístundastefnu Grindavíkurbæjar.
•    Starfsemin fellur að íþróttastefnu Grindavíkurbæjar.
•    Aðilar, frístunda- og menningarstarf eða viðburður skal tengjast Grindavík með einhverjum hætti. 

Samningar Grindavíkurbæjar við félagasamtök á frístunda- og menningarviði gilda frá 1. janúar til 31. desember. Samningar eru ekki gerðir til lengri tíma en fjögurra ára í senn. Allir samningar skulu hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest.

Eftirfarandi samningar eru í gildi á frístunda- og menningarsviði á árinu 2021
•    Aðalstjórn UMFG (rennur út 31.12.2024)
•    Félag eldri borgara í Grindavík (rennur út 31.12.2021)
•    Golfklúbbur Grindavíkur (rennur út 31.12.2021)
•    Grindavíkurkirkja (rennur út 31.12.2021)
•    GG knattspyrnufélag (rennur út 31.05.2021)
•    Íþróttafélagið Nes (rennur út 31.12.2021)
•    Knattspyrnudeild UMFG (rennur út 31.12.2020)
•    Kvennakór Grindavíkur (rennur út 31.12.2021)
•    Minja- og sögufélag Grindavíkur (rennur út 31.12.2021)
•    Slysavarnardeildin Þórkatla (rennur út 31.12.2021)
•    Unglingadeildin Hafbjörg (rennur út 31.12.2021)

Umsóknum vegna ársins 2021 skal skilað á þar til gerðu eyðublaði til sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs gegnum netfangið eggert@grindavik.is eigi síðar en 31. maí nk. Umsóknir verða lagðar fyrir frístunda- og menningarnend sem gerir tillögu til bæjarráðs eigi síðar en 15. september.

Hérna má finna eyðublöð og verklagsreglur. 

Auglýsing um starfsstyrki 2020

Eyðublað

Verklagsreglur


Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Tónleikar međ Kela á Fish House

  • Fréttir
  • 27. maí 2020

Listasmiđja barna á Húllinu

  • Fréttir
  • 26. maí 2020

Sumargleđi í Sjómannagarđinum

  • Grunnskólafréttir
  • 19. maí 2020

Kristinn Pálsson til Grindavíkur

  • Körfubolti
  • 16. maí 2020