Hvernig er andlega heilsan ţín?

  • Fréttir
  • 15. apríl 2020
Hvernig er andlega heilsan ţín?

Heilsa er okkur öllum mikilvæg og að hafa hana í lagi, hvort sem hún er andleg eða líkamleg gerir okkur kleift að lifa innihaldsríkara lífi. Þetta er a.m.k. skilgreining Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar-WHO. Andlegir, félagslegir og líkamlegir þættir heilsunnar hafa áhrif á hvorn annan.

Góð andleg líðan er grunnur þess að við finnum jafnvægi í daglegu lífi. Mikilvægt er að rækta og efla andlega heilsu jafnt á við þá líkamlegu og félagslegu.  Góð geðheilsa/andleg heilsa er að vera sáttur við sjálfan sig og umhverfi sitt, upplifa jafnvægi, öryggi, ánægju í lífi og starfi og hafa getu til að aðlagast breytilegum aðstæðum.  

Fólk á öllum aldri, úr hvaða fjölskyldu sem er, getur þurft að glíma við slæma geðheilsu/andlega heilsu, óháð menntun, kynþætti, kynhneigð, starfi, fjárhag eða trúarbrögðum.   

Vinnan er stór hluti af lífi flestra einstaklinga og því mikilvægt að huga að andlegri líðan á vinnustaðnum. Vellíðan í vinnu hefur jákvæð áhrif á starfsánægju og það hvernig okkur gengur að takast á við þau verkefni sem liggja fyrir. Þegar okkur líður vel og við erum í góðu jafnvægi erum við afkastameiri í vinnu, okkur gengur betur í samskiptum við samstarfsfólk og við höfum meira til málanna að leggja í vinnuhópum.  

Hér eftirfarandi eru geðorðin 10 sem geta hjálpað til við að halda góðri geðheilsu/andlegri heilsu.  

1. Hugsaðu jákvætt, það er léttara.  
2. Hlúðu að því sem þér þykir vænt um.  
3. Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir.  
4. Lærðu af mistökum þínum.  
5. Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina.  
6. Flæktu ekki líf þitt að óþörfu.  
7. Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig.  
8. Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup.  
9. Finndu og ræktaðu hæfileika þína.  
10. Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast. 

Upplýsingar af vef Heilsuverndar www.heildsuvernd.is 


Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Tónleikar međ Kela á Fish House

  • Fréttir
  • 27. maí 2020

Listasmiđja barna á Húllinu

  • Fréttir
  • 26. maí 2020

Sumargleđi í Sjómannagarđinum

  • Grunnskólafréttir
  • 19. maí 2020

Kristinn Pálsson til Grindavíkur

  • Körfubolti
  • 16. maí 2020