Gleđilega páska - ferđumst innanhúss!

  • Fréttir
  • 8. apríl 2020

Bæjarstjórn og starfsmenn Grindavíkurbæjar óska Grindvíkingum gleðilegra páska. Páskahátíðin verður eflaust með breyttu sniði hjá flestum og líklega munu margir hlýða Víði og ferðast innanhúss. Við tökum a.m.k. heilshugar undir þau orð og deilum af því tilefni lagi sem frumflutt var á Rúv í gær og ber heitið Ferðumst innanhúss og horfa má á hérna. 

Síðustu vikur hafa Íslendingar sameinast í baráttunni gegn COVID-19 og enn er að minnsta kosti mánuður eftir af þeim slag. Nú er þegar farið að hægjast á útbreiðslunni en þar sem páskar eru fram undan er gríðarlega mikilvægt að landsmenn sofni ekki á verðinum og haldi áfram að virða fyrirmæli almannavarna. 

Til þess að undirstrika þau skilaboð hefur landslið tónlistarfólks nú tekið sig saman, ásamt þríeykinu vinsæla, Ölmu, Víði og Þórólfi, og sent frá sér myndand við lagið „Ferðumst innanhúss“. Lagið er betur þekkt sem „Góða ferð“ en er nú flutt með nýjum texta eftir Leif Geir Hafsteinsson. Allir sem komu að laginu gáfu vinnu sína. 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir