Pósturinn mun áfram reyna ađ ţjónusta í Grindavík

  • Fréttir
  • 3. apríl 2020
Pósturinn mun áfram reyna ađ ţjónusta í Grindavík

Það kom íbúum bæjarins nokkuð á óvart að lokað hefði verið fyrir póstþjónustu í Grindavík og hún færð til Reykjanesbæjar. Töluverð óánægja fylgdi þessari aðgerð sérstaklega þar sem enginn undanfari var á henni eða nokkur tilkynning um að þetta stæði til. 

Grindavíkurbær setti sig í samband við Póstinn til að fá frekari upplýsingar og ástæðu þess að búið væri að loka fyrirvaralaust. Þau svör fengust að tilkynning um að Landsbankanum yrði lokað (sem deilir húsnæði með Póstinum) hefði komið mjög seint og því hafi ekki verið hægt að tilkynna það tímanlega. Nú sé í skoðun hjá Póstinum hvernig unnt verði að þjónusta íbúa Grindavíkur betur í þeirri aðstöðu sem uppi sé. Sérstaklega sé verið að horfa til útkeyrslu.

Pósturinn hefur þegar hafið keyrslu á sendingum upp að dyrum til íbúa og hyggst áfram gera það eins mikið og því verður við komið segir í svari frá Póstinum. Fyrirtækið muni reyna að gera sitt allra besta til að koma sendingum áleiðs til íbúa án þess að fara þurfi til Reykjanesbæjar að sækja sendingar. 


Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Tónleikar međ Kela á Fish House

  • Fréttir
  • 27. maí 2020

Listasmiđja barna á Húllinu

  • Fréttir
  • 26. maí 2020

Sumargleđi í Sjómannagarđinum

  • Grunnskólafréttir
  • 19. maí 2020

Kristinn Pálsson til Grindavíkur

  • Körfubolti
  • 16. maí 2020