Vinsamleg tilmćli: Pössum fjarlćgđina

  • Fréttir
  • 3. apríl 2020
Vinsamleg tilmćli: Pössum fjarlćgđina

Lögreglan á Suðurnesjum vill árétta mikilvægi þess að börn og ungmenni sem hittast t.d. til að spila fótbolta eða körfubolta gæti að tilmælum sem lögð hafa verið fyrir varðandi það að halda 2 metra fjarlægð. Hér fyrir neðan má sjá póst frá embættinu sem birt var á Facebook síðu þeirra á dögunum: 

Samkvæmt upplýsingum sem við höfum aflað okkur eru engar skipulagðar íþróttaæfingar í gangi á Suðurnesjum, en við höfum hinsvegar verið að fá tilkynningar um að fjöldi barna og ungmenna séu að hittast til þess að spila t.d. fótbolta eða körfubolta sem er gott, sé gætt að þeim tilmælum sem fyrir okkur eru lögð með 2 metra regluna.
 

Við hvetjum foreldra til þess að útskýra fyrir börnum sínum mikilvægi þess að virða nálægðartakmarkanir og fylgja þeim fyrirmælum sem gefin hafa verið út.
Nú er tilvalið líka til að rífa fjölskylduna út í göngutúra og jafnvel nota tækifærið og kenna unga fólkinu okkar gömlu góðu útileikina eins og fallinn spýta og hvað þetta nú heitir allt saman 🙂

Viðbót eftir ábendingu : Að sjálfsögðu er miðað við 20 manna regluna líka og á hún við á þessum stöðum líka.


Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Tónleikar međ Kela á Fish House

  • Fréttir
  • 27. maí 2020

Listasmiđja barna á Húllinu

  • Fréttir
  • 26. maí 2020

Sumargleđi í Sjómannagarđinum

  • Grunnskólafréttir
  • 19. maí 2020

Kristinn Pálsson til Grindavíkur

  • Körfubolti
  • 16. maí 2020