Međalhrađaeftirlit hafiđ á Grindavíkurvegi 

  • Fréttir
  • 1. apríl 2020
Međalhrađaeftirlit hafiđ á Grindavíkurvegi 

Heimild hefur nú verið veitt af hálfu ríkislögreglustjóra að hefja notkun á meðalhraðamyndavélum sem komið hefur verið upp á Grindavíkurvegi. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er u.þ.b vika síðan farið var að nota vélarnar. Þó nokkuð hefur verið um hraðakstur m.v. þær mælingar sem gerðar hafa verið og eiga því einhverjir von á hraðasekt.

Þar sem um nýtt fyrirkomulag er að ræða hefur Vegagerðin í samstarfi við Persónuvernd og Lögreglustjóra Suðurnesja ákveðið að veita undanþágu á sektum í mars.

Íbúar með lögheimilil í Grindavík geta sent tölvupóst á netfangið grindavik@grindavik.is eða hringt í síma 410-1108 og fengið upplýsingar um sektir á þeirra nafni. Upplýsingarnar eru þá yfirfarnar og komið áleiðis til embættis lögreglustjóra Suðurnesja.

Uppfært: Hér var að sjálfsögðu um að ræða aprílgabb. Engar mælingar byrjaðar á Grindavíkurvegi. Þökkum þeim sem hringdu og sendu okkur tölvupóst! 


Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Tónleikar međ Kela á Fish House

  • Fréttir
  • 27. maí 2020

Listasmiđja barna á Húllinu

  • Fréttir
  • 26. maí 2020

Sumargleđi í Sjómannagarđinum

  • Grunnskólafréttir
  • 19. maí 2020

Kristinn Pálsson til Grindavíkur

  • Körfubolti
  • 16. maí 2020