Dagskrá bćjarstjórnarfundarins á morgun

  • Fréttir
  • 30. mars 2020
Dagskrá bćjarstjórnarfundarins á morgun

505. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur verður haldinn í Gjánni, þriðjudaginn 31. mars 2020 og hefst kl. 17:00. Vegna aðstæðna verður fundurinn fyrir luktum dyrum með fjarfundarfyrirkomulagi og ekki streymt. 
 
Dagskrá: 
 
Almenn mál

1.  2003061 - Breyting á sveitarstjórnarlögum til að bregðast við neyðarástandi 
Með vísan til VI. bráðabirgðaákvæðis sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og ákvörðunar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra dags. 18. mars 2020, er lagt til að bæjarstjórn Grindavíkur samþykki að heimilt verði að nota fjarfundabúnað á fundum bæjarstjórnar og fundum nefnda og ráða Grindavíkurbæjar.  Auk þess er lagt til að leiðbeiningar um framkvæmd fjarfunda, sem fyrir fundinum liggja, verði samþykktar.

2.  2001082 - Leynisbrún 4 - umsókn um byggingarleyfi 
 Sótt er um byggingarleyfi vegna framkvæmda við Leynisbrún 4. Grenndarkynning vegna byggingaráformanna hefur farið fram. Ein athugasemd barst.  
 
Skipulagsnefnd samþykkti byggingaráformin fundi sínum þann 23.mars sl.

Þar sem athugasemd barst á kynningartímanum þá þarf að vísa fullnaðarafgreiðslu umsóknar til bæjarstjórnar (sjá 6.gr. samþykktar skipulagsnefndar).  
 
Samþykki bæjarstjórn byggingaráformin skal byggingarleyfisumsókninni vísað til byggingarfulltrúa sem gefur út byggingarleyfið þegar tilskyldum gögnum hefur verið skilað inn.

3.  2002083 - Sjávarflóð og óveður 14.febrúar 2020  

Hafnarstjórn leggur til að Bæjarstjórn beiti sér fyrir því að farið verði í vinnu við sjóvarnir í landi Grindavíkur.

4.  1910045 - Undirgöng undir Nesveg við Gólfvöll 
Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna gönguræsis undir Nesveg við golfvöll. Verkið er hannað af veghaldara (Vegagerðinni). Samráð hefur verið haft við Ríkiseignir þar sem landið er í eigu ríkissjóðs.  
 
Fundargerðir til kynningar

5.  2002012 - Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2020  Fundargerð 879. fundar dags. 28. febrúar 2020 lögð fram til kynningar.

6.  1811033 - Fundargerðir - Reykjanesfólkvangur  Fundargerð 12. febrúar 2020. 

7.  1811033 - Fundargerðir - Reykjanesfólkvangur  Fundur 11. mars 2020.

8.  2003001F - Bæjarráð Grindavíkur - 1541

9.  2003009F - Bæjarráð Grindavíkur - 1542

10.  2003025F - Bæjarráð Grindavíkur - 1543

11.  2003024F - Skipulagsnefnd - 70

12.  2003003F - Fræðslunefnd - 95

13.  2003010F - Umhverfis- og ferðamálanefnd - 43

14.  2002019F - Frístunda- og menningarnefnd - 92

15.  2003011F - Frístunda- og menningarnefnd - 93

16.  2003005F - Hafnarstjórn Grindavíkur - 471 
 
 
27.03.2020

Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 


Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Tónleikar međ Kela á Fish House

  • Fréttir
  • 27. maí 2020

Listasmiđja barna á Húllinu

  • Fréttir
  • 26. maí 2020

Sumargleđi í Sjómannagarđinum

  • Grunnskólafréttir
  • 19. maí 2020

Kristinn Pálsson til Grindavíkur

  • Körfubolti
  • 16. maí 2020