Ertu í sóttkví eđa einangrun? Nýttu ţér tćknina í samkomubanni!

  • Fréttir
  • 27. mars 2020
Ertu í sóttkví eđa einangrun? Nýttu ţér tćknina í samkomubanni!

Hátt í ellefu þúsund landsmenn eru nú í einangrun eða sóttkví vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Samfélag um heim allan hefur umturnast og fólk heldur sig heima við. Víða um heim gildir útgöngubann. Hér á landi er fólk hvatt til að vera heima nema nauðsyn kalli á annað. Samkomubann var sett á um miðjan mánuðinn og nú mega ekki fleiri en 20 koma saman og þá er mikilvægt að halda 2ja metra bili. 

Við getum þakkað fyrir það að lifa á tækniöld og flest allir hafa aðgang að tölvum eða snjallsímum. Margar æfingar fara nú fram í fjarfundarformi og flestir vinnufundir eru í gegnum fjarfundarbúnað. 

Nú gengur í garð önnur helgin þar sem samkomubannið er í gildi og von er á úrvals sjónvarpsefni, m.a. heimatónleikum þar sem áhorfendur geta fylgst með og notið heima í stofu. 

Það er þó mikilvægt að rækta áfram samband við fjölskyldu og vini og hafa margir brugðið á það ráð að hittast í gegnum ýmis forrit sem bjóða upp á hópfundi. Þar má t.d. nefna Teams, Zoom, Snapchat-hópspjall, Hangouts Meet á vegum Google og svo mætti áfram telja.

Mjög líklega eru einhverjir ekki mjög tæknisinnaðir og um að gera fyrir þá sem á þetta kunna að leiðbeina og sýna hvernig hlutirnir virka. Oft er nóg að fá sendan tengil og þá er hægt að tengjast hópi á netinu. 

Á mánudaginn væri gaman að fá send skjáskot inn á Facebook síðu bæjarins hjá þeim sem láta á þetta reyna um helgina og við fáum að fylgjast með hvaða forrit eru að virka best. 

Gangi ykkur vel og góða helgi!

 


Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Tónleikar međ Kela á Fish House

  • Fréttir
  • 27. maí 2020

Listasmiđja barna á Húllinu

  • Fréttir
  • 26. maí 2020

Sumargleđi í Sjómannagarđinum

  • Grunnskólafréttir
  • 19. maí 2020

Kristinn Pálsson til Grindavíkur

  • Körfubolti
  • 16. maí 2020