Ýmis fróđleikur

  • Miđgarđur
  • 12. mars 2020

Lyfjaskömmtun

Hægt er að óska eftir lyfjaskömmtun þar sem lyfjum er skammtað í lyfjapoka. Pokarnir eru merktir með dagsetningum og tíma. Lyfjaverslanir bjóða þessa þjónustu gegn gjaldi. Sótt er um þetta til lyfjaverslunar og læknir sendir lyfseðla þangað. Einnig er hægt að óska eftir að fá lyfin send heim.

Tryggingastofnun ríkisins

Stofnunin annast framkvæmd lífeyristrygginga, almannatrygginga og tengdra málefna. Má þar nefna ellilífeyri og styrki honum tengdum, svo sem heimilisuppbót og uppbót á lífeyrir vegna umtalsverðs útlagðs kostnaðar.  Frekari upplýsingar má nálgast á vef Tryggingastofnunar og einnig með því að senda fyrirspurn á Tryggingarstofnun eða hringja í síma 560-4400

Sjúkratryggingar Íslands

Stofnuninn annast framkvæmd sjúkratrygginga, þar með talið þátttöku í lyfjakostnaði og afgreiðslu hjálpartækja.  Stofnunin veitir m.a. styrk til kaupa á þjónustu frá fyrirtækjum sem bjóða upp á öryggishnapp enda sé þörf fyrir hann staðfest af lækni.  Nánari upplýsingar um þjónustuna má nálgast á vefnum   og í síma 510-0700

Heilsuvera

Heilsuvera er vefur fyrir almenning um heilsu og áhrifaþætti hennar. Inn á mínum síðum þar sem þú skráir þig inn með rafræn skilríkjum er öruggt vefsvæði þar sem hægt er að eiga í samskiptum við starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar,einnig er þar hægt að endurnýja lyfseðla og nálgast gögn úr eigin sjúkraskrá.

Janus heilsuefling

Markmiðið er meðal annars að gera þig hæfari til að takast á við breytingar sem fylgja hækkandi aldri. Með markvissri þátttöku í þol- og styrktaræfingum auk ráðgjafar um holla næringu og aðra heilsueflandi þætti getur þú spyrnt við fótum gegn öldrunareinkennum samhliða því að bæta heilsu þína og lífsgæði.

Verkefnið stendur yfir í 2 ár og hefst með heilsufarsmælingum sem eru endurteknar á 6 mánaða fresti. Verkefnið er að skila einstökum árangri í Hafnarfirði og Reykjanesbæ.

Kennslumyndbönd, styrk og teygjuæfinar

Þessar síður eru með æfingarmyndbönd sem hægt er að gera heima. Kennslumyndbönd styrkur og teygjuæfingarHeimastyrktaræfingar Stólaleikfimi


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR