Guđjón Hauksson og Ţorgeir Guđmundsson Íslandsmeistarar í tvímenning

  • Fréttir
  • 9. mars 2020
Guđjón Hauksson og Ţorgeir Guđmundsson  Íslandsmeistarar í tvímenning

Grindvíkingurinn Guðjón Hauksson varð í gær Íslandsmeistari í pílukasti í tvímenning, þar sem tveir og tveir spila. Þeir félagar Guðjón og Þorgeir Guðmundsson unnu útslitaviðureignina á móti Vitor Charrua og Hallgrími Egilssyni. Dagurinn hafði gengið mjög vel hjá þeim félögum en góð spilamennska skilaði þeim 7-1 sigri í úrslitaviðureigninni. 

Guðjón Hauksson hefur augljóslega engu gleymt en hann er margfaldur Íslandsmeistari í pílukasti í einmenning. 

Við óskum Guðjóni og Þorgeiri innilega til hamingju með sigurinn. 

Mynd efst: Hörður Guðjónsson

Mynd: Live Dart Iceland

 


Deildu ţessari frétt