Fundur 95

  • Frćđslunefnd
  • 9. mars 2020

95. fundur Fræðslunefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, fimmtudaginn 5. mars 2020 og hófst hann kl. 16:30.


Fundinn sátu:
Guðmundur Grétar Karlsson, formaður, Arna Björg Rúnarsdóttir, aðalmaður, Siggeir Fannar Ævarsson, aðalmaður, Guðbjörg Gerður Gylfadóttir, aðalmaður, Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, Valdís Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Sæborg Reynisdóttir, áheyrnarfulltrúi, Guðmundur Örn Sverrisson, áheyrnarfulltrúi, Fríða Egilsdóttir, leikskólastjóri, Inga Þórðardóttir, skólastjóri, Guðbjörg Málfríður Sveinsdóttir, grunnskólastjóri og Hulda Jóhannsdóttir, leikskólastjóri. 

Fundargerð ritaði:  Ingibjörg María Guðmundsdóttir, Yfirsálfræðingur.


Dagskrá:

1.     hvatningarverðlaun fræðslunefndar 2020 - 2003010
    Verklagsreglur um hvatningarverðlaun fræðslunefndar lagðar fram til umræðu. 
Fræðslunefnd samþykkir eftirfarandi breytingar á verklagsreglum: Að áheyrnarfulltrúar eru ekki með í vali á verkefni vegna mögulegra hagsmunaárekstra og að auglýst verði eftir tilnefningum annað hvert ár. Fræðslunefnd samþykkir að auglýsa eftir tilnefningum vorið 2020.
        
2.     Reglur um lyfjagjafir barna í skólum Grindavíkurbæjar - 1812006
    Málið tekið á dagskrá með afbrigðum. 
Áheyrnarfulltrúi kennara í grunnskóla lagði fram svohljóðandi bókun starfsmannafundar frá því fyrr í dag vegna samþykktar bæjarráðs um breytingu á reglum um lyfjagjafir í skólum Grindavíkurbæjar. Vegna lyfjagjafar til nemenda á skólatíma:Starfsmenn á starfsmannafundi Grunnskóla Grindavíkur, þann 5. mars mótmæla harðlega samþykkt bæjarráðs á viðauka um lyfjagjafir í grunnskólanum. Fundargestir telja það ekki í verkahring sínum að sinna lyfjagjöfum til nemenda. Það er mikill ábyrgðarhluti að setja slíkar kvaðir á starfsfólk skólans og ekki boðlegt að varpa ábyrgðinni yfir á það. 
Fræðslunefnd gerir athugasemd við að reglum nefndarinnar er breytt án samráðs. Reglurnar voru samþykktar í góðu samráði og að vel ígrunduðu máli. Frá þeim tíma hafa forsendur ekki breyst. Einnig telur nefndin það óljóst hver eigi að gefa lyfin og taka ábyrgð á þeim. Fræðslunefnd telur lyfjagjafir eigi betur heima hjá heilbrigðismenntuðu fólki s.s. skólahjúkrunarfræðingi. 

        
3.     Starfsumhverfi leikskóla og menntun kennara - 1809013
    Lagðar fram tillögur til að efla starfsumhverfi leikskóla. Fræðslunefnd samþykkir fram lagðar tillögur og felur sviðsstjóra að afla umsagnar foreldraráða leikskólanna og starfsmanna og leggja tillögur og umsagnir fyrir bæjarráð. 
Fræðslunefnd felur leikskólastjórum að útfæra samstarfið vegna faglegrar forystu þannig að tveggja tíma fundur með þátttakendum innan hvors skóla verði greiddur sem yfirvinna. 
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135