Mögulegar lokanir eđa raskanir vegna verkalla

  • Fréttir
  • 6. mars 2020
Mögulegar lokanir eđa raskanir vegna verkalla

Ef það kemur til verkfalls BSRB  á mánudag og þriðjudag verður sundlaugin lokuð báða dagana en ræktin verður opin og einnig verða íþróttaæfingar UMFG eðlilegar eftir kl. 14:30. 

Á Bókasafni Grindavíkur verður lokað frá kl. 16:00 á mánudag og þriðjudag vegna yfirvofandi verkfalls starfsmanna í almannaþjónustu nema deilan leysist um helgina. 

Félagsmenn aðildarfélaga BSRB sem starfa hjá ríki, Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum munu hefja verkfallsaðgerðir mánudaginn 9.mars. Þessar aðgerðir munu hafa áhrif á starfsemina á Leiskólanum Laut. 

Foreldrar þeirra barna sem þetta hefur áhrif á hafa fengið tölvupóst um nánari skýringu. 

Foreldrar nemenda við Grunnskóla Grindavíkur hafa fengið upplýsingar sendar í tölvupósti um mögulegar raskanir á starfssemi skólans. 

Dagsetningar á fyrirhuguðum verkföllum eru : 9.,10.,17.,18.,24.,26.,31. mars og 1.apríl. Aðra daga verður opnunartími og daglegt starf líkt og venjulega á Laut.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Tónlistaskólafréttir / 3. apríl 2020

Próf tónlistarskólans á netinu

Fréttir / 31. mars 2020

Myndrćnar leiđbeiningar vegna Covid-19

Fréttir / 26. mars 2020

Árétting vegna skólastarfs

Fréttir / 26. mars 2020

Breyttur opnunartími í Lyfju

Fréttir frá Ţrumunni / 25. mars 2020

Rafrćn Ţruma

Fréttir / 24. mars 2020

Áskorun: Bangsar út í glugga