Heimahjúkrun

  • Miđgarđur
  • 5. mars 2020

Heimahjúkrun

Veitir hjúkrunar- og læknisþjónustu í heimahúsum. Víðihlíð, hjúkrunarheimili í Grindavík, sinnir heimahjúkrun Grindvíkinga. Þeir sem hafa aðgang að þjónustunni eru allir sem þurfa á einstaklingshæfðri hjúkrun að halda til að geta búið heima við sem eðlilegastar aðstæður, þrátt fyrir breytingar á heilsufari. Við heimahjúkrun starfa hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar og er unnið í samstarfi við aðrar deildir innan stofnunarinnar og einnig í samráði við lækna. Helstu stoðdeildir eru: almenn sjúkradeild HSS, rannsóknarstofa HSS, röntgendeild HSS, dagdvölin, apótekin og félagsþjónustan.

Beiðni um heimahjúkrun kemur oftast frá fagaðilum þ.e frá læknum, hjúkrunarfræðing, félagsþjónustunni og einnig geta ættingjar sent inn beðni til Ingibjörg Þórðardóttir yfir hjúkrunarfræðing í Víðihlíð. Eftir að umsókn hefur borist til heimhjúkrunar kemur hjúkrunarfræðingur í fyrstu vitjun, metur hjúkrunarþörf og skipuleggur þjónustu í samvinnu við einstakling, aðstandendur og lækni ef þess er þörf.

MARKMIÐ
Markmið heimahjúkrunar er að gera einstaklingum kleift að búa heima við sem eðlilegastar aðstæður þrátt fyrir veikindi og/eða skerta færni. Vinna hjúkrunarfræðinga/sjúkraliða byggist á upplýsingasöfnun þar sem áhersla er lögð á samvinnu og sveigjanleika. Miðað er við að hefja þjónustu sem fyrst og ekki seinna en innan tveggja sólarhringa frá því að beiðni berst.

VINNUAÐSTÆÐUR
Stundum þarf að gera ráðstafanir á heimilum áður en heimahjúkrun hefst, til þess að bæta aðgengi og öryggi skjólstæðingsins og/eða starfsmanna heimhjúkrunar. Matsblað frá vinnueftirliti ríkisins er notað við mat á heimilisaðstæðum. Úrvinnsla þess er unnin í samráði við þjónustuþega og aðstandendur.
HJÁLPARTÆKI
Rétt hjálpartæki þurfa að vera til staðar. Í sumum tilfellum kemur sjúkraþjálfi í heimsókn og metur þörf fyrir hjálpartæki.
REYKLAUST UMHVERFI
Starfsfólk heimahjúkrunar á fullan rétt á því að vinna í reyklausu umhverfi og er fólk beðið að virða það.
ÚTSKRIFT ÚR HEIMAHJÚKRUN
Heimahjúkrun er veitt meðan þörf er á þjónustu. Ef meðferðarmarkmið nást og heilsufarleg vandamál hafa verið leyst eða komið í viðunandi horf er gert ráð fyrir að viðkomandi útskrifist. Mikilvægt er að skjólstæðingur viti, að þótt hann sé formlega útskrifaður, geti hann haft samband við heimahjúkrun, ef aðstæður breytast. Heimahjúkrun býður ekki upp á þjónustu sem felur í sér fasta viðveru eða yfirsetu, slíkt kemur frá félagsþjónustu sem er á vegum sveitarfélagsins.
VINNUTÍMI
Starfsfólk heimahjúkrunnar vinnur á vöktum frá kl.8-16 og á kvöldin frá kl.17-22 alla daga vikunnar.
AÐ AFBOÐA VITJUN
Fari þjónustuhafi að heiman eða verði breyting á högum hans er nauðsynlegt að láta starfsfólk heimahjúkrunar vita í síma 422-0701.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR