Félagsstarf eldri borgara

  • Miđgarđur
  • 5. mars 2020
Félagsstarf eldri borgara

Félagsstarf eldri borgara og öryrkja:

Fimmtudaginn 8. september 2011 var tekin í gagnið ný aðstaða fyrir eldri borgara í Grindavík. Aðstaðan er á neðri hæð í Víðihlíð og hefur hlotið nafnið Miðgarður. Umsjón með starfinu í Miðgarði hefur Stefanía Sigríður Jónsdóttir forstöðumaður Miðgarðs. Símanúmer í Miðgarði er 426 8014.
Alla virka daga er hægt að kíkja í heimsókn frá 8.00 til 16.00, fá kaffi, lesa blöðin, spjalla, tefla, frír aðgangur er að tölvum, ofl. Unnið er í því að koma upp billjardborði.

Eftirfarandi frístundastarf verður í boði fyrir eldri borgara (60+) og öryrkja í Grindavík veturinn 2019-2020:

Dagskrá 2019-2020 á vegum Félags eldri borgara í Grindavík 

Félag eldri borgara
Félag eldri borgara í Grindavík er deild í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum (FEBS). Félagið sér um vorfagnað fyrir alla eldri borgara á Suðurnesjum auk félagsfunda, aðventugleði, þorrablóts og fleiri viðburða fyrir eldri borgara í Grindavík. Einnig er farið í vorferð og í leikhús.

Facebooksíða félagsins er: Feb Grindavík, þar er m.a. dagskrá vetrarins, viðburðir og fleira
Félagsstarf eldri borgara fer að mestu fram á neðri hæð í Víðihlíð, við Austurveg 5 - Miðgarði.
Allar nánari upplýsingar veitir formaður félagsins, Margrét Gísladóttir, margis2@live.com, s: 8963173

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR