Félagsleg heimaţjónusta og dagdvöl

  • Miđgarđur
  • 4. mars 2020

Félagsleg heimaþjónusta 

Þeir sem ekki geta séð hjálparlaust um heimilishald og persónulega umhirðu geta sótt um félagslega heimaþjónustu. Þjónustan miðast við einstaklingsbundið mat á þjónustþörf. Þjónustan getur verið fólgin í aðstoð við heimilishald, persónulegan og félagslegan stuðning.  Megin markmið félagslegrar heimaþjónustu er að styðja fólk til sjálfsbjargar, efla sjálfstraust þess og sjálfsvirðingu og rjúfa félagslega einangrun. Aldraðir og öryrkjar eiga kost á félagslegri heimaþjónustu. Þörfin fyrir aðstoð er metin í hverju tilviki fyrir sig. Umsóknareyðublað sem sendist til  Deildarstjóri öldrunarþjónustu

Hádegismatur 

Er alla virka dag í Víðihlíð að Austuvegi 5 efri hæð. Matseðillinn er hér  hægramegin á síðunni.  Æskilegt er að pantað sé fyrir vikuna á fimmtudögum  (í vikunni á undan).  Panta matinn hér eða í síma 426-8014

Dagþjálfun eldri borgara 

Samkvæmt lögum um málefni aldraðra er dagþjónusta eldri borgara ætluð fólki sem býr á eigin heimili en þarf á stuðningi að halda til að geta búið þar sem lengst. Hlutverk dagdvalar er að bjóða þjónustuþegum félagslegan stuðning, tómstundariðju,eftirlit með heilsufari, þjálfun, fræðslu, ráðgjöf og aðstoð við athafnir daglegs lífs. Fylgst er með andlegri og líkamlegri líðan þjónustuþegans, næringu og félagslegri þátttöku, m.a komu í dagdvölina. Í Grindavík  er dagþjónustan í Miðgarði sem er með aðsetur í Víðihlíð við Austurveg 5 í Grindavík. Fólk getur nýtt sér þjónustuna allt frá einum upp í fimm daga vikunnar. Þjónustuþegi greiðir daggjald sem ákvarðað er í reglugerð ár hvert en innifalið í gjaldinu er aksturþjónusta milli dagdvalar og heimilis, ásamt fullu fæði.  Sótt er um hér og sendist til Deildarstjóri öldrunarþjónustu

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR