Dagskrá bćjarstjórnarfundarins í dag

  • Fréttir
  • 25. febrúar 2020
Dagskrá bćjarstjórnarfundarins í dag

503. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur verður haldinn í bæjarstjórnarsal,þriðjudaginn 25. febrúar 2020 og hefst kl. 17:00. Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

Almenn mál
1.     2001048 - Skipulagsnefnd: Samþykkt 2020
    Lögð er fram tillaga að samþykkt fyrir skipulagsnefnd Grindavíkurbæjar. Skipulagsnefnd samþykkti samþykktina á 69. fundi sínum þann 17. febrúar sl. og vísaði henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
        
2.     2001047 - Baðsvellir 13 - Umsókn um breytingu á byggingarleyfi
    Vegna framkvæmda við Baðsvelli 13 er óskað eftir breytingu á útgefnu byggingarleyfi. Áður hefur verið veitt byggingarleyfi fyrir sólstofu en nú er óskað eftir breytingu á útgefnu byggingarleyfi þar sem útliti og uppbyggingu er breytt. 
Skipulagsnefnd samþykkti byggingaráformin með fyrirvara um að engin athugasemd berist við grenndarkynningu fyrir Baðsvöllum 11. Íbúar að Baðsvöllum 11 eru samþykkir framkvæmdinni.
        
3.     1710061 - Austurvegur 1: Umsókn um byggingarleyfi
    Lögð fram beiðni um viðauka á fjárfestingaáætlun 2020 vegna framkvæmda við nýtt íþróttahús að fjárhæð 20.000.000 kr. Gert hafði verið ráð fyrir að framkvæmdinni yrði lokið árið 2019 og því var ekkert áætlað á árið 2020. 
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.
        
4.     1909027 - Innsiglingabauja í ytri rennu
    Beiðni um viðauka við fjárfestingaáætlun hafnarinnar fyrir árið 2020 að fjárhæð 5.000.000 kr. vegna kaupa á innsiglingabauju fyrir Grindavíkurhöfn. 
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.
        
5.     2001019 - Ytra mat á skólaþjónustu
    Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2020 að fjárhæð 2.200.000 kr. á lið 04021-4342 sem fjármagnaður verði með lækkun á lið 04011-4342 um 1.000.000 kr. og lækkun á handbæru fé um 1.200.000 kr. 
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.
        
6.     2002059 - Málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
    Málið er lagt fyrir af Hallfríði Hólmgrímsdóttur bæjarfulltrúa.
        
7.     2001079 - Breyting á varamanni í umhverfis- og ferðamálanefnd
    Miðflokkurinn gerir þá breytingu að varamaður verði Ásta Agnes Jóhannesdóttir í stað Auðar Örnu Guðfinnsdóttur.
        
8.     1806026 - Kosning í nefndir samkvæmt B-lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar
    Kjósa þarf nýja fulltrúa í almannavarnanefnd Grindavíkur.
        
Fundargerðir til kynningar
9.     2002012 - Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2020
    Fundargerð 878. fundar dags. 31. janúar 2020 lögð fram.
        
10.     2002006 - Fundargerðir - Öldungaráð Grindavíkurbæjar 2020
    6. fundur öldungaráðs 23. janúar 2020.
        
11.     2002054 - Fundargerðir - Reykjanes Geopark 2020
    Fundargerð 54. fundar dags. 17. febrúar 2020.
        
12.     2002002F - Bæjarráð Grindavíkur - 1538
        
13.     2002006F - Bæjarráð Grindavíkur - 1539
        
14.     2002011F - Bæjarráð Grindavíkur - 1540
        
15.     2001018F - Skipulagsnefnd - 68
        
16.     2002010F - Skipulagsnefnd - 69
        
17.     2002004F - Fræðslunefnd - 94
        
18.     2001017F - Frístunda- og menningarnefnd - 91
        
19.     2001015F - Umhverfis- og ferðamálanefnd - 42
        

21.02.2020
Fannar Jónasson, bæjarstjóri
 


Deildu ţessari frétt