Innri kyrrđ og hugarró-djúpslökun og Gong

  • Fréttir
  • 24. febrúar 2020
 Innri kyrrđ og hugarró-djúpslökun og Gong

Kæri bæjarbúi í Grindavík. Vertu hjartanlega velkomin í endurnærandi og djúpslakandi jóga nidra hugleiðsluferðalag  og Gong slökun.  Við ætlum að gefa okkur tíma og stund til að hlúa að sjálfum okkur í kyrrð og ró. Það eina sem þú þarft að gera er að mæta í þægilegum klæðnaði og hlýjum sokkum, koma með teppi og lítinn kodda (gott að koma með 2 kodda ef þú ert slæm/ur í baki) leggjast á dýnuna og hvílast.  Ef þú átt jógadýnu máttu taka hana með.
 

Það er FRÍTT inn á þennan viðburð.  En það þarf að skrá sig með því að senda mér skilaboð,ekki nóg að gera bara "going" og láta vita hvort þið eigið jógadýnu til að taka með ykkur.  
 
 Nánari um Jóga nidra og Gong:
 
Jóga nidra er ævaforn liggjandi hugleiðslu-og djúpslökunaraðferð. Hún er áreynslulaus streitulosun, bætir svefn og umbreytir neikvæðum hugsanamynstrum, skapar jafnvægi og getur hjálpað til við að draga úr kvíða, streitu og örmögnun. Talið er að 40 mínútur af Jóga nidra sé álíka endurnærandi fyrir huga og líkama eins og þriggja tíma svefn. 
 
 Hljómar Gongsins hjálpa okkur að komast í dýpra slökunarástand. Þetta dásamlega hljóðfæri skapar djúpa slökun, hreinsar hugann og undirmeðvitundina,losar stíflur og örvar blóðflæðið um líkamann.

 Hlýjar kveðjur, Lovísa (Lúlla) 


Deildu ţessari frétt