Fundur 1540

 • Bćjarráđ
 • 19. febrúar 2020

1540. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 18. febrúar 2020 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður, Páll Valur Björnsson, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Helga Dís Jakobsdóttir, áheyrnarfulltrúi og Birgitta H. Ramsay Káradóttir, varamaður fyrir Hjálmar Hallgrímsson.
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Varaformaður stýrði fundi í forföllum formanns. 
 
Í upphafi fundar óskaði varaformaður heimildar til að taka á dagskrá með afbrigðum forkaupsrétt vegna sölu á fiskiskipinu Kletti GK-39, sem dagskrárlið nr. 10. 
 
Jafnframt er þess óskað að málsnúmer 1501168, sem var 2. dagskrárliður í áður sendu fundarboði, verði fellt út, en þess í stað komi málsnúmer 1710061 - Austurvegur 1: Umsókn um byggingarleyfi. 
 
Samþykkt samhljóða

Dagskrá:

1.     Reglur um lyfjagjafir barna í skólum Grindavíkurbæjar - 1812006
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram breytingatillaga á reglum um lyfjagjafir barna sem samþykktar voru 6. des. 2018. Tillagan er viðbót við reglurnar: 

Jafnframt skal starfsfólk tryggja eftir mætti lyfjagjafir í öðrum tilvikum ef mælt er fyrir um það í læknisvottorði að lyfjagjöf á skólatíma sé nauðsynleg fyrir heildstæða velferð og líðan barnsins. 

Bæjarráð samþykkir breytinguna. 
        
2.     Austurvegur 1: Umsókn um byggingarleyfi - 1710061
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram beiðni um viðauka á fjárfestingaáætlun 2020 vegna framkvæmda við nýtt íþróttahús að fjárhæð 20.000.000 kr. 
Gert hafði verið ráð fyrir að framkvæmdinni yrði lokið árið 2019 og því var ekkert áætlað á árið 2020. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.
        
3.     Samningur við Loftmyndir ehf. vegna kortasjár - 1909204
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram drög að samningi við Loftmyndir ehf vegna kortasjár. 

Bæjarráð samþykkir samninginn.
        
4.     Eignarráð og nýting fasteigna - 2002047
    Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á drögum að frumvarpi sem forsætisráðuneytið hefur birt til umsagnar í samráðsgátt. Markmið frumvarpsins er að skapa stjórnvöldum betri yfirsýn og möguleika til að stýra þróun eignarráða og nýtingar fasteigna.
        
5.     Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Fjárfestingar á árinu 2019 - 1907006
    Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga lagt fram. 

Greinargerð um fjárfestingar ársins 2019 þarf skv. bréfinu að liggja fyrir í apríl 2020.
        
6.     Lánasjóður sveitarfélaga: Framboð til stjórnar - 1702061
    Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga vegna ársins 2020 verður haldinn fimmtudaginn 26. mars nk. Gefinn er frestur til 2. mars að koma með tilnefningar eða framboð til stjórnar Lánasjóðsins.
        
7.     Viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka - 2002046
    Lagðar fram viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga um framlög til stjórnmálaflokka.
        
8.     Tækifærisleyfi - Lionsklúbbur Grindavíkur - 1902051
    Lögð fram beiðni um umsögn vegna leyfisumsóknar Lionsklúbbs Grindavíkur til að halda kútmagakvöld í íþróttahúsinu 6. mars nk. 

Bæjarráð leggur til að leyfið verði samþykkt.
        
9.     Almannavarnanefndir á Suðurnesjum - 2002045
    Málið er á dagskrá að beiðni Hallfríðar Hólmgrímsdóttur bæjarfulltrúa. 

Farið yfir stöðu mála. 
        
10.     Forkaupsréttur vegna sölu á fiskiskipinu Kletti GK-39 - 2002051
    Bæjarráð samþykkir samhljóða að falla frá forkaupsrétti. 
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:05.


Deildu ţessari frétt

A?RAR FUNDARGER?IR

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 8. júlí 2020

Fundur 46

Bćjarstjórn / 30. júní 2020

Fundur 508

Öldungaráđ / 15. júní 2020

Fundur 7

Öldungaráđ / 23. janúar 2020

Fundur 6

Bćjarráđ / 23. júní 2020

Fundur 1552

Skipulagsnefnd / 22. júní 2020

Fundur 74

Bćjarráđ / 16. júní 2020

Fundur 1551

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. júní 2020

Fundur 45

Frístunda- og menningarnefnd / 10. júní 2020

Fundur 96

Afgreiđslunefnd byggingamála / 11. júní 2020

Fundur 45

Bćjarráđ / 9. júní 2020

Fundur 1550

Frćđslunefnd / 4. júní 2020

Fundur 98

Skipulagsnefnd / 3. júní 2020

Fundur 73

Bćjarráđ / 2. júní 2020

Fundur 1549

Bćjarstjórn / 26. maí 2020

Fundur 507

Skipulagsnefnd / 18. maí 2020

Fundur 72

Frćđslunefnd / 20. maí 2020

Fundur 97

Bćjarráđ / 19. maí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1548

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. maí 2020

Fundur 44

Bćjarráđ / 12. maí 2020

Fundur 1547

Frćđslunefnd / 7. maí 2020

Fundur 96

Frístunda- og menningarnefnd / 6. maí 2020

Fundur 95

Frístunda- og menningarnefnd / 24. apríl 2020

Fundur 94

Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2020

Fundur 93

Frístunda- og menningarnefnd / 4. mars 2020

Fundur 92

Frístunda- og menningarnefnd / 5. febrúar 2020

Fundur 91

Bćjarráđ / 5. maí 2020

Fundur 1546

Bćjarstjórn / 28. apríl 2020

Fundur 506

Bćjarráđ / 7. apríl 2020

Fundur 1544

Bćjarráđ / 21. apríl 2020

Fundur 1545

Nýjustu fréttir

Tónlistarveisla í kvöld

 • Fréttir
 • 11. júlí 2020

Allir á völlinn í kvöld

 • Fréttir
 • 9. júlí 2020

Gúrmé í Grindavík - Papas

 • Fréttir
 • 9. júlí 2020

Nágrannaviđureign í kvöld

 • Fréttir
 • 8. júlí 2020

Hagkvćmar leiguíbúđir vćntanlegar

 • Fréttir
 • 8. júlí 2020