Rýmingarćfing á Króki gekk mjög vel

  • Fréttir
  • 18. febrúar 2020
Rýmingarćfing á Króki gekk mjög vel

Haldin var rýmingaræfing á Króki í vikunni sem leið til að prufukeyra nýja rýmingaráætlun skólans og komu björgunarsveitarmenn og lögreglan til að fylgjast með. Æfingin gekk mjög vel og tók innan við hálftíma að rýma skólann. Rýmingin var ræst fyrr en áætlað var eða upp úr kl. 14:30 þar sem margir foreldrar byrjuðu að streyma inn í hús strax þá og kl. 14:55 var búið að rýma húsið.

Öll börn fengu lítinn rúsínupakka á leið sinni út úr skólanum samkvæmt ráðleggingum sem Helga Fríður Haraldsdóttir sálfræðingur gaf á fyrirlestri í Kvikunni í síðustu viku. Helga Fríður talaði um mikilvægi þess að börn fái jákvæða upplifun í svona aðstæðum því þanng megi koma í veg fyrir að þau þrói með sér hræðslu og kvíða þegar óvissuástand er í gildi eins og hér í Grindavík.

Eftir rýmingu var haldinn starfsmannafundur þar sem áætlunin var endurmetin og voru allir starfsmenn sammála um að vel hefði gengið að rýma fyrir utan eitt atriði sem nú er búið að lagfæra í áætluninni. Það snýr að því að kennarar sóttu skó og föt barnanna og klæddu þau í skóna en það tók of langan tíma og héldu kennurum frá mikilvægari störfum að okkar mati, sem er að vera með börnunum á meðan á rýmingu stendur.

Einnig voru foreldrar sem eiga fleiri en eitt barn í skólanum óöruggir með hvernig þeir áttu að sækja þannig að við bættum því ferli inn í áætlunina. Þ.e. að sækja öll börnin í einni ferð innan húss og fara út þar sem síðasta barn er sótt.

Uppfærð áætlun verður send á foreldra.


Deildu ţessari frétt