Jörđ skelfur í Grindavík

  • Fréttir
  • 24. janúar 2020
Jörđ skelfur  í  Grindavík

Grindvíkingar hafa líklega flestir orðið varir við jarðskjálftahrinuna sem verið hefur frá því upp úr klukkan tvö í dag. Skjálfti af stærðinni 3,7 var fyrst um klukkan 14:00 austur af Grindavík. Upptökin voru  5,2 kílómetra norðnorðaustur af Grindavík. Hann var upphaflega skráður 3,3 að stærð í sjálfvirku kerfi Veðurstofunnar en eftir að sérfræðingar hennar yfirfóru allar upplýsingar var ljóst að hann var 3,7.

Skjálftinn fannst víða á Reykjanesskaga og á höfuðborgarsvæðinu. Veðurstofan hefur líka fengið tilkynningu um að skjálftinn hafi fundist alla leið upp í Borgarnes.

Nokkrir skjálftar urðu nærri Fagradalsfjalli á Reykjanesi eftir klukkan eitt í dag. Einn var 1,5 að stærð, tveir um tveir að stærð og sá fjórði langstærstur, rúmlega þrír. Skömmu síðar kom annar skjálfti upp á rúma tvo. Viðbúið er að einhverjir eftirskjálftar verði.

Stóri skjálftinn varð fimm kílómetra frá Fagradalsfjalli. Þar eru jarðskjálftar ekki óalgengir. Ekki hefur orðið vart við gosóróa.

Finna má lista inni á vef Almannavarna sem nálgast má hér um hvernig viðbrögð eru best í jarðskjálfra. Þá er einnig að finna lista inni á jarðfræðivef Námsgagnastofnunar. 

Komi til þess að eitthvað komi upp á í nágrenni Grindavíkur þar sem opna þarf fjöldahjálparmiðstöð þá verður hún staðsett í Hópsskóla.

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hafa verið þó nokkrar jarðhræringar á svæðinu frá því um kl. 14:00 í dag. Þetta er þó sannarlega ekkert sem við erum ekki vön að upplifa hér enda Grindavík staðsett á flekaskilum sem eru alltaf á hreyfingu. 

 

 

 


Deildu ţessari frétt