Fundur 67

  • Skipulagsnefnd
  • 22. janúar 2020

67. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 20. janúar 2020 og hófst hann kl. 16:15.

Fundinn sátu:
Guðmundur L. Pálsson, formaður, Ólafur Már Guðmundsson, aðalmaður, Anton Kristinn Guðmundsson, aðalmaður, Lilja Ósk Sigmarsdóttir, aðalmaður, Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður og Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. 

Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:
1.     Deiliskipulag - Norðan Hópsbrautar - 1901081
    Fulltrúar Eflu verkfræðistofu, þær Jóhanna Helgadóttir og María Björk Gunnarsdóttir, sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. Farið yfir stöðuna á deiliskipulagi á nýju hverfi norðan Hópsbrautar. 

Skipulagsnefnd samþykkir að fá verktaka á svæðinu til að rýna í tillögu nefndarinnar. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram. 
        
2.     Deiliskipulagsbreyting vegna Suðurhóps 2 - 2001043
    Í gildandi deiliskipulag þar sem Hópskóli stendur við Suðurhóp 2 er byggingarreitur ekki nógu stór fyrir fullbyggðan Hópskóla. Þá þarf að breyta lóðarmörkum m.v. fyrirliggjandi hönnun. 

Skipulagsnefndin samþykkir að fara í óverulega breytingu á deiliskipulagi við Suðuhóp í samræmi við breytingaruppdrátt dagsettan í janúar 2020. Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra að grenndarkynna deiliskipulagsbreytinguna í samræmi við 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal fyrir íbúum við Suðurhóp 1, 4, 6, 8, 10, 12 og 14 og íbúm við Austurhóp 29, 31, 33 og 35. 
        
3.     Endurskoðun Aðalskipulags Grindavíkur 2010-2030. - 1501158
    Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun við endurskoðun á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018 - 2032. Formaður skipulagsnefndar, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs ásamt fulltrúm ráðgjafa hafa fundað með Skipulagsstofnun vegna umræddrar athugasemda. Samantekt viðbragða ráðgjafa lagt fram. 

Skipulagsnefnd samþykkir að boða til aukafundar um málið mánudaginn 3.febrúar 2020 þar sem uppfærð greinagerð, umhverfisskýrsla og uppdrættir yrðu lagðir fyrir nefndina til samþykktar áður en endurskoðunin fer í auglýsingu samkvæmt VII kafla skipulagslaga nr. 123/2010.
        
4.     Suðurstrandarvegur - Vegstæði og þróun byggðar - 1903021
    Tillögur Vegagerðarinna um nýja legu vegstæðis Suðurstrandarvegar norðan Grindavíkurbæjar lagðar fram. 

Skipulagsnefnd líst best á tillögu Vegagerðarinnar nr. 4. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram. 
        
5.     Skipulagsnefnd: Samþykkt 2020 - 2001048
    Lögð er fram tillaga að samþykkt fyrir skipulagsnefnd Grindavíkurbæjar. 

Málinu vísað til næsta fundar. 
        
6.     Breyting á gjaldskrá - byggingarleyfis og þjónustugjalda - 1911063
    Lögð er fram til samþykktar breyting á gjaldskrá fyrir byggingarleyfis-, skipulags- og þjónustugjöld í Grindavík. Gjaldtakan byggir m.a. á heimild í lögum um mannvirki nr. 160/2010 og skipulagslög nr. 123/2010. 

Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að breyttri gjaldskrá með þeirri breytingu að taka orðið hjólhýsi út úr grein 3.1. 

Vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. 
        
7.     Baðsvellir 13 - Umsókn um breytingu á byggingarleyfi - 2001047
    Vegna framkvæmda við Baðsvelli 13 er óskað eftir breytingu á útgefnu byggingarleyfi. Áður hefur verið veitt byggingarleyfir fyrir sólstofu en nú er óskað eftir breytingu á útgefnu byggingarleyfi þar sem útliti og uppbyggingu er breytt. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um að engin athugasemd berist við grenndarkynningu. Sviðstjóra falið að grenndarkynna fyrir íbúum Baðsvalla 11. 
        
8.     Borgarhraun 6 - umsókn um byggingarleyfi - 2001049
    Sótt er um byggingarleyfi vegna viðbyggingu við bílgeymslu við Borgarhraun 6. Lögð er fram umsókn ásamt teikningum. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um að engin athugasemd berist við grenndarkynningu. Sviðstjóra falið að grenndarkynna fyrir íbúum Borgarhrauns 3,4,5 og 8. 
        
9.     Ægisgata 3 - Umsókn um byggingarleyfi - 2001040
    Guðmundur Pálsson vék af fundi við afgreiðslu og umfjöllun málsins. 

Umsókn um byggingarleyfi vegna framkvæmda við þjálfunaraðstöðu við Ægisgötu 3 (2.hæð). 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um samþykki húseiganda. 
        
10.     Skipulagsnefnd - umferðar og öryggismál - 2001044
    Auglýst var eftir áhugasömum aðilum til að funda með skipulagsnefnd varðandi bætt umferðaröryggi innan sveitarfélagsins. Farið yfir þá þá sem settu sig í samband við sviðsstjóra vegna málsins. 

Málinu vísað til umræðu um samþykkt skipulagsnefndar. 
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:35.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135