Nýr Páll Jónson kemur til Grindavíkur í dag

  • Fréttir
  • 21. janúar 2020
Nýr Páll Jónson kemur til Grindavíkur í dag

Nýtt skip í eigu útgerðarfyrirtækisins Vísis hf, Páll Jónsson GK 7 er væntanlegt til Grindavíkurhafnar í dag. Skipið er nýsmíði en skipsstjórinn Gísli V. Jónsson sagði í samtali við netmiðilinn Auðlindina að siglingin heim hefur gengið vel en bræla hefur verið alla leiðina.  Vegalengdin frá Póllandi til Grindavíkur eru 1.500 mílur eða um sex og hálfur sólarhringur. Skipið lagði af stað úr höfn frá Gdansk um hádegisbilið 14. janúar.

Páll Jónsson GK 7 kemur til hafnar um hádegisbilið og er áætlað að búið verði að tollafgreiða skipið um kl. 15:00. Þá er bæjarbúum boðið að koma og skoða skipið og þiggja kaffi og kleinur. 

 


Deildu ţessari frétt