Fundur 90

  • Frístunda- og menningarnefnd
  • 14. janúar 2020

90. fundur frístunda- og menningarnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal,  8. janúar 2020 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Jóna Rut Jónsdóttir, formaður, Garðar Alfreðsson, aðalmaður, Þórunn Erlingsdóttir, aðalmaður, Bjarni Þórarinn Hallfreðsson, aðalmaður, Alexander Veigar Þórarinsson, aðalmaður, Bjarni Már Svavarsson, áheyrnarfulltrúi og Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs. 

Fundargerð ritaði:  Eggert Sólberg Jónsson, Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.

Dagskrá:

1.     Starfslýsing framkvæmdastjóra UMFG - 2001011
    Starfslýsing framkvæmdastjóra UMFG lögð fram samkvæmt grein 4.4 í samstarfssamningi Grindavíkurbæjar og aðalstjórnar Ungmennafélags Grindavíkur um eflingu íþróttastarfs í Grindavík 2020-2024. Frístunda- og menningarnefnd fagnar því að aðalstjórn UMFG ráði sameiginlegan framkvæmdastjóra og vonast eftir góðu samstarfi við þann eða þá sem ráðin verður í starfið. 
        
2.     Viðburðir um jól og áramót 2019-2020 - 1908132
    Rætt um hvernig til tókst með þá viðburði sem frístunda- og menningarnefnd kom að því að skipuleggja um jól og áramót. Nefndin telur að allir viðburðir hafi heppnast vel. Nefndin leggur til við bæjarráð að sviðsstjóra verði falið að auglýsa eftir áhugasömum aðila til þess að hafa umsjón með áramótabrennu 2020.
        
3.     Viðburðir á frístunda- og menningarsviði 2020 - 2001016
    Drög að viðburðadagatali fyrir árið 2020 lögð fram. Nefndin leggur til að í stað Menningarviku í mars verði viðburðum dreift á vormánuði undir heitinu Menningarvor í Grindavík. 
        
4.     Framtíðarsýn fyrir Sjóarann síkáta - 1907007
    Drög að framtíðarsýn fyrir Sjóarann síkáta lögð fram. Nefndin samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarráði. 
        
5.     Sjóarinn síkáti 2020 - 1910071
    Drög að verkefnisáætlun ásamt uppfærðu markaðsefni fyrir Sjóarann síkáta 2020 lögð fram. Hátíðin fer fram 5.-7. júní í ár. Dagskrá hátíðarinnar mun taka mið af niðurstöðu könnunar er gerð var í kjölfar hátíðarinnar 2019. Ýmsar breytingar verða á dagskrá og ásýnd hátíðarinnar í takt við við vilja íbúa. 
        
6.     Vinnuskóli Grindavíkurbæjar 2020 - 1912037
    Tillaga að skipulagi fyrir Vinnuskóla Grindavíkur 2020 lögð fram. Nefndin samþykkir tillöguna. 

        
7.     Verklagsreglur um úthlutun styrkja til forvarnamála - 1912017
    Tillaga forvarnateymis Grindavíkurbæjar að verklagsreglum um úthlutun styrkja til forvarnamála lögð fram. Frístunda- og menningarnefnd samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar í bæjarráði. 
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 31. mars 2020

Fundur 505

Skipulagsnefnd / 23. mars 2020

Fundur 70

Bćjarráđ / 24. mars 2020

Fundur 1543

Bćjarstjórn / 16. mars 2020

Fundur 504

Bćjarráđ / 11. mars 2020

Fundur 1542

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 11. mars 2020

Fundur 43

Afgreiđslunefnd byggingamála / 23. janúar 2020

Fundur 43

Frćđslunefnd / 5. mars 2020

Fundur 95

Bćjarráđ / 3. mars 2020

Fundur 1541

Bćjarstjórn / 25. febrúar 2020

Fundur 503

Bćjarráđ / 11. febrúar 2020

Fundur 1539

Skipulagsnefnd / 17. febrúar 2020

Fundur 69

Frćđslunefnd / 6. febrúar 2020

Fundur 94

Bćjarráđ / 18. febrúar 2020

Fundur 1540

Skipulagsnefnd / 3. febrúar 2020

Fundur 68

Bćjarráđ / 4. febrúar 2020

Fundur 1538

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 29. janúar 2020

Fundur 42

Bćjarráđ / 23. janúar 2020

Fundur 1537

Skipulagsnefnd / 20. janúar 2020

Fundur 67

Skipulagsnefnd / 11. desember 2019

Fundur 66

Bćjarráđ / 14. janúar 2020

Fundur 1536

Frístunda- og menningarnefnd / 8. janúar 2020

Fundur 90

Frćđslunefnd / 9. janúar 2020

Fundur 93

Bćjarráđ / 7. janúar 2020

Fundur 1535

Bćjarstjórn / 17. desember 2019

Fundur 501

Frístunda- og menningarnefnd / 5. desember 2019

Fundur 89

Bćjarráđ / 3. desember 2019

Fundur 1533

Bćjarstjórn / 26. nóvember 2019

Fundur 500

Afgreiđslunefnd byggingamála / 20. nóvember 2019

Fundur 42

Bćjarráđ / 19. nóvember 2019

Fundur 1532