Fundur 501

  • Bćjarstjórn
  • 18. desember 2019

501. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 17. desember 2019 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Sigurður Óli Þórleifsson, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Guðmundur L. Pálsson, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Alexander Veigar Þórarinsson, varamaður fyrir Pál Val Björnsson og, Sævar Þór Birgisson, varamaður fyrir Helgu Dís Jakobsdóttur.
Einnig sátu fundinn: Fannar Jónasson, bæjarstjóri og Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar býður forseti Alexander Veigar velkominn á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.

Dagskrá:

1.     Austurvegur 1: Umsókn um byggingarleyfi - 1710061
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Minnisblað sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs ásamt beiðni um viðauka við fjárfestingaáætlun 2019 að fjárhæð 5.300.000 kr. lagður fram. Fjármögnun viðaukans verði með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.
        
2.     Efrahóp 6 og 8 - deiliskipulagsbreyting - 1910057
    Til máls tók: Sigurður Óli, 

Tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi við Efrahóp 6 og 8. Athugasemdafrestur grenndarkynningar vegna tillögu rann út þann 5.desember sl. Engin athugasemd barst. 

Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið meðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Skipulagsnefnd samþykkti deiliskipulagsbreytinguna og vísar henni til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. 

Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagsbreytinguna samhljóða.
        
3.     Tjaldsvæði: útboðsgögn - 1909133
    Til máls tóku: Sigurður Óli og Guðmundur. 

Samningur um rekstur tjaldsvæðisins lagður fram til staðfestingar. 

Bæjarstjórn staðfestir samninginn samhljóða.
        
4.     Rekstrarform Kvikunnar - 1910026
    Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri, Hallfríður. 

Lögð er fram beiðni um viðauka á rekstur Saltfisksetur árið 2019 að fjárhæð 4.790.202 kr. til að jafna út eigið fé og er vegna skuldar Saltfiskseturs við Grindavíkurbæ. Fjármögnun viðaukans verði með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann. 

Auk þess liggur fyrir tillaga um að samþykkja endanlega afskrift á stofnframlagi bæjarins í Saltfisksetrinu að fjárhæð 1.410.000 kr. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs og samþykkir jafnframt samhljóða afskrift á eignarhlut bæjarins í Saltfisksetrinu.
        
5.     Samstarfssamningur við Slysavarnardeildina Þórkötlu 2020-2021 - 1906014
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Lögð fram drög að samstarfssamningi við Slysavarnardeildina Þórkötlu 2020-2021. Frístunda- og menningarnefnd og bæjarráð hafa samþykkt samninginn fyrir sitt leyti. 

Bæjarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.
        
6.     Starfsmannastefna Grindavíkurbæjar - 1912009
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Lögð fram tillaga um breytingu á starfsmannastefnu Grindavíkurbæjar þar sem lagt er til að jafnlaunastefnan verði hluti af starfsmannastefnunni. 

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
        
7.     Málefni fatlaðs fólks - Beiðni um viðauka - 1912019
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Sótt er um viðauka að fjárhæð 10.420.000 kr. vegna aukinnar þjónustuþarfar. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka á fjárhagsáætlun 2020 að fjárhæð 10.420.000 kr. á launaliði sambýlis við Túngötu. Fjármögnun verði með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
        
8.     Þóknanir til bæjarfulltrúa og nefndarmanna - 1909036
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Guðmundur og Sævar. 

Lögð fram samþykkt um starfskjör kjörinna fulltrúa hjá Grindavíkurbæ. 

Bæjarstjórn samþykkir framlagða samþykkt með 6 atkvæðum gegn atkvæði Hallfríðar. 

Bókun 
Miðflokkurinn hafnar með öllu þeim hækkunum sem meirihlutinn hefur lagt hér til. Og bendir enn og aftur á að laun bæjarfulltrúa hækka samkvæmt launavísitölu sem vænta má að sé um eða yfir 2% hækkun. Eins hafa ekki verið dregin til baka hækkun nefndarlauna en þau standa óbreytt frá fyrri samþykktum. 

Greinargerð 
Meirihlutinn ásamt fulltrúa Samfylkingarinnar dró til baka þær miklu hækkanir nefndarlauna sem samþykktar voru á síðasta bæjarstjórnarfundi með yfirlýsingu sem birtist á vef vf.is. Við teljum að hér sé ekki verið að draga til baka hækkanir nema að litlu leyti þar sem breyta á kjörum bæjarfulltrúa. Meirihlutinn hefur lagt til að greitt verði fyrir fundi sem bæjarfulltrúar sitja svo sem fundi á vegum SSS og SÍS. Nú þegar fá bæjarfulltrúar greidd mánaðarlaun og ættu að duga vel fyrir þessum fundum þó ekki sé greitt aukalega fyrir þá. Að auki á að hækka nefndarlaun svo um munar eða á bilinu 33% - 51% og hefur sú hækkun því ekki verið dregin að neinu leyti til baka. 
Bæjarfulltrúi Miðflokksins 

Fundarhlé tekið kl. 17:30 - 17:55 

Bókun 
Við teljum að nýjar tillögur um hækkun uppá 2.5% rúmist vel innan marka lífskjarasamninganna. 
Nefndarlaunin í Grindavík hafa verið mjög lág og með nýrri samþykkt er verið að lagfæra kjör þeirra íbúa sem sitja í föstum nefndum bæjarins. 
Við viljum jafnframt benda á að ekki er skylda að greiða laun fyrir áheyrnarfulltrúa í nefndum. Á aukafundi bæjarstjórnar þann 1 ágúst 2018, var samþykkt eftir ósk fulltrúa Miðflokksins að greiða laun fyrir áheyrnarfulltrúa í bæjarráði. Sömu laun og þeim sem þar sitja með atkvæðarétt og ábyrgð. En sú samþykkt hækkaði mánaðarlaun þeirra áheyrnarfulltrúa um allt að 65%. 
Fulltrúar B- og D-lista 

Fundarhlé tekið kl. 18:00 - 18:15 

Bókun 
Hér er talað um að í ágúst 2018 hafi verið tekin upp sú venja að greiða áheyrnarfulltrúa fundarlaun sem sæti á í bæjarráði að beiðni fulltrúa Miðflokksins. Fyrir það fyrsta vil ég benda meirihlutanum á það að sá gjörningur var alls ekki gerður að beiðni fulltrúa Miðflokksins og í öðru lagi benda mönnum á að fletta upp fundargerð frá bæjarstjórnarfundi 2010 nr 397 þar er hægt að sjá að þetta er ekki í fyrsta sinn sem áheyrnarfulltrúi fær greitt fyrir setu í bæjarráði. Hér er sex flokka stjórn og lýðræðislegt að fulltrúi frá hverjum flokki hafi sæti í bæjarráði hvort það sé greitt fyrir það var ekki að minni beiðni. 
Bæjarfulltrúi Miðflokksins 

Bókun 
Á bæjarráðsfundum fyrir bæjarstjórnarfund 1 ágúst 2018, var tekist á um samþykkt þessa er lúta að kjörum bæjarfulltrúa. 
Fulltrúi Miðflokksins tók að fullan þátt í þeim fundum og fékk því framgengt ásamt minnihlutanum að áheyrnarfulltrúar fengu fulla þóknun fyrir setu á bæjarráðsfundum. 
Fulltrúi B lista 
Sigurður Óli Þórleifsson 
        
9.     Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2019 - 1901109
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Hallfríður. 

Fundargerð 876. fundar dags. 29. nóvember 2019 lögð fram til kynningar. 
        
10.     Bæjarráð Grindavíkur - 1533 - 1912001F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri, Hallfríður, Hjálmar, Birgitta og Guðmundur. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
11.     Bæjarráð Grindavíkur - 1534 - 1912008F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Birgitta, Hallfríður, Hjálmar og bæjarstjóri. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
12.     Frístunda- og menningarnefnd - 89 - 1912003F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Birgitta, Guðmundur, Hallfríður, Sævar, Hjálmar, bæjarstjóri og Alexander. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
13.     Skipulagsnefnd - 66 - 1912009F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hjálmar, Guðmundur, Hallfríður, Birgitta og bæjarstjóri. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
14.     Hafnarstjórn Grindavíkur - 470 - 1912007F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Hallfríður, Hjálmar, Birgitta og bæjarstjóri. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10.
 


Deildu ţessari frétt

A?RAR FUNDARGER?IR

Bćjarstjórn / 30. júní 2020

Fundur 508

Öldungaráđ / 15. júní 2020

Fundur 7

Öldungaráđ / 23. janúar 2020

Fundur 6

Bćjarráđ / 23. júní 2020

Fundur 1552

Skipulagsnefnd / 22. júní 2020

Fundur 74

Bćjarráđ / 16. júní 2020

Fundur 1551

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. júní 2020

Fundur 45

Frístunda- og menningarnefnd / 10. júní 2020

Fundur 96

Afgreiđslunefnd byggingamála / 11. júní 2020

Fundur 45

Bćjarráđ / 9. júní 2020

Fundur 1550

Frćđslunefnd / 4. júní 2020

Fundur 98

Skipulagsnefnd / 3. júní 2020

Fundur 73

Bćjarráđ / 2. júní 2020

Fundur 1549

Bćjarstjórn / 26. maí 2020

Fundur 507

Skipulagsnefnd / 18. maí 2020

Fundur 72

Frćđslunefnd / 20. maí 2020

Fundur 97

Bćjarráđ / 19. maí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1548

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. maí 2020

Fundur 44

Bćjarráđ / 12. maí 2020

Fundur 1547

Frćđslunefnd / 7. maí 2020

Fundur 96

Frístunda- og menningarnefnd / 6. maí 2020

Fundur 95

Frístunda- og menningarnefnd / 24. apríl 2020

Fundur 94

Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2020

Fundur 93

Frístunda- og menningarnefnd / 4. mars 2020

Fundur 92

Frístunda- og menningarnefnd / 5. febrúar 2020

Fundur 91

Bćjarráđ / 5. maí 2020

Fundur 1546

Bćjarstjórn / 28. apríl 2020

Fundur 506

Bćjarráđ / 7. apríl 2020

Fundur 1544

Bćjarráđ / 21. apríl 2020

Fundur 1545

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

Fundur 71