Starfsmađur viđ íţróttamiđstöđ Grindavíkur

  • Fréttir
  • 11. desember 2019

Grindavíkurbær auglýsir eftir starfsmanni  til að starfa við íþróttamiðstöðina.                    
Helstu verkefni eru öryggisgæsla í sundlaug,  klefavarsla  ( kvennaklefa),  ræstingar, eftirlit og afgreiðsla.  Um er að ræða 100% starf  í vaktavinnu.                                                                              

Reiknað er með að viðkomandi hefji störf 2. Jan. 2020 
Leitað er að einstaklingi  sem hefur;
-    ríka þjónustulund,
-    góða skipulagshæfileika, getur unnið sjálfstætt og tekið frumkvæði,
-    góða hæfni í mannlegum samskiptum,
-    reynslu og ánægju af því að vinna með börnum og unglingum
-    þekkingu í skyndihjálp og getu til að standast kröfur sem gerðar eru til sundlaugarvarða.

Vakin er athygli á því að  ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ GRINDAVÍKUR ER TÓBAKSLAUS VINNUSTAÐUR.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hermann Guðmundsson forstöðumaður íþróttamannvirkja í síma 660 7304, netfang: hermann@grindavik.is .

Umsækjendur  skili umsókn ásamt ferilskrá á netfangið hermann@grindavik.is, einnig er hægt að skila umsóknum á skrifstofu Grindavíkurbæjar  í síðasta lagi 13. desember  2019  n.k.

Grindavíkurbær
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir