Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur býđur upp á heitar möndlur

  • Fréttir
  • 21. nóvember 2019
Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur býđur upp á heitar möndlur

Á morgun er Fjörugur föstudagur á Hafnargötunni í Grindavík milli kl. 17:00  - 20:00. Í tilefni þess mun Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur bjóða gestum og gangandi upp á heitar og gómsætar möndlur milli kl. 17:00 - 19:00. Þá verður hellingur í boði hjá fyrirtækjum á svæðinu eins og sjá má hér í veglegum bæklingi sem borinn hefur verið í hús í Grindavík. 

Jólasveinar  mæta á svæðið og kvennakórinn Grindavíkur tekur lagið. Þá hefst sala á Þorrablót Grindvíkinga sem verður haldið þann 25. janúar næstkomandi. Forsalan verður á Papa´s milli 20:00 - 22:00.

Veðurspáin er með allra besta móti, hægur vinur og 7 stiga hiti. 


Deildu ţessari frétt