Fjörugur föstudagur: Bćklingur á rafrćnu formi

  • Fréttir
  • 20. nóvember 2019
Fjörugur föstudagur: Bćklingur á rafrćnu formi

Fjörugur föstudagur er framundan en hann fer fram á föstudaginn kemur, 22. nóvember frá 17:00 - 20:00. Um helgina var bæklingurinn borinn í hús í Grindavík en fyrir þá sem vilja skoða hann rafrænt má nálgast hann hér fyrir neðan. 

Eins og sjá má í bæklingnum verður mikið húllum hæ og fjöldi tilboða í boði hjá verslunar- og veitingaraðilum á Hafnargötunni. Jólasveinar mæta á svæðið og kvennakórinn Grindavíkurdætur mun taka lagið. Í Kvikunni verður einnig markaðsstemmning á efri hæðinni og bókakynning á neðri hæðinni. 

Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur býður gestum upp á gómsætar og ilmandi möndlur!

Rafrænn bæklingur: Fjörugur föstudagur

Ef einhver hefur áhuga á að vera með markað á efri hæð Kvikunnar þá þarf að senda póst á kvikan@grindavik.is


Deildu ţessari frétt