Heiđur ađ fá ađ halda verkefni Ungmennaráđs Grindavíkur á lofti

  • Fréttir
  • 19. nóvember 2019
Heiđur ađ fá ađ halda verkefni Ungmennaráđs Grindavíkur á lofti

Málþing um börn og samgöngur var haldið í gær, mánudaginn 18. nóvember á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í samvinnu við Samgöngustofu, Vegagerðina og Samband íslenskra sveitarfélaga. 

Á málþinginu flutti formaður Ungmennaráðs Grindavíkur, Karín Óla Eiríksdóttir, erindi um málþingið sem Ungmennaráð Grindavíkur hélt fyrir ári síðan um öryggi í umferðinni. Karín Óla sagði á FB síðu sinni að það hefði verið ótrúlega gaman að fá að taka þátt í þessu frábæra málþingi og heiður að fá að halda verkefni Ungmennaráðs Grindavíkur á lofti. 


 


Deildu ţessari frétt