Dagur íslenskrar tungu

  • Grunnskólafréttir
  • 16. nóvember 2019

Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur 16.nóvember ár hvert en það er einmitt fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar sem er eitt merkasta skáld okkar Íslendinga. Nemendur á miðstigi tóku forskot á hátíðahöldin í dag þar sem 6.bekkur sýnti atriði á sal fyrir nemendur 4. og 5.bekkja. Dagskráin markaði sömuleiðis lok lestrarátaksins sem verið hefur í gangi á miðstiginu síðustu tvær vikur.

Nemendur 6.bekkja höfðu veg og vanda af dagskránni í dag og stóðu sig með mikilli prýði. Helgi Hróar var kynnir hátíðarinnar og fórst það verk vel úr hendi.

Lesin voru ljóð eftir Jónas, nemendur í 6.GD lásu frumsamið ljóð og þá var tónlistaratriði í samvinnu við Tónlistarskólann. Að sjálfsögðu var Íslenskuljóðið síðan sungið en það er lag eftir Jóhann Helgason við texta Þórarins Eldjárn.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá viðburðinum í dag.


Þórey Tea og Hekla Sóley léku á þverflautu.



Sandra Ósk, Andri Karl og Viktor Veigar lásu ljóð.


Jenný, Gunnar Helgi og Bylgja Björk lásu ljóð sem nemendur í 6.GD sömdu um umhverfið.


Helgi Hróar sá um að kynna dagskrána.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!