Forsala á ţorrablót 2020 verđur 22. nóvember

  • Fréttir
  • 4. nóvember 2019

Hefð er orðin fyrir því að forsala á árlegt þorrablót Grindavíkinga hefjist á Fjörugum föstudegi. Á því veður engin breyting í ár en Fjörugur föstudagur verður 22. nóvember næstkomandi. Að venju verður dagskrá með glæsilegasta móti en hljómsveitin Made in sveitin mun leika fyrir dansi. Hinn landsþekkti fréttamaður og stjórnandi Landans, Gísli Einarsson verður veislustjóri og Siggi Þyrill verður blótsgoði. Forsalan mun fara fram eins og áður segir föstudaginn 22. nóvember á veitingastaðnum Papa´s frá klukkan 20:00 - 22:00. Fram kemur á Facebook síðu viðburðarins að mikil stemning hafi myndast í forsölunni síðustu ár. Verður sá háttur á að eingöngu verður hægt að taka frá sæti gegn keyptum miða. Uppselt hefur verið á þorrablótið undanfarin ár.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir