Sendiherra Kína ánćgđur međ heimsóknina til Grindavíkur

  • Fréttir
  • 1. nóvember 2019

Á miðvikudaginn sl. kom hr. Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi í heimsókn til Grindavíkur. Með honum í för var Chen Guisheng, yfirmaður efnahags- og viðskiptasviðs sendiráðsins. Fannar Jónasson, bæjarstjóri og Kristín María Birgisdóttir, upplýsinga- og markaðsfulltrúi tóku á móti þeim. Heimsóknin hófst hjá Orf líftækni sem undanfarin ár hefur vaxtið mikið og snyrtivörur þeirra notið mikilla vinsælda, bæði hérlendis og erlendis undir merkjum BIOEFFECT. Björn Örvar, einn stofnenda Orf líftækni tók á móti hópnum og fór yfir framleiðsluferlið í gróðurhúsinu en þar er lykil innihaldsefnið framleitt, sérvirk prótein sem notuð eru í húðvörur fyrirtækisins en þau eru m.a. seld til læknisfræðilegra rannsókna og nýtt í önnur þróunarverkefni fyrirtækisins.

Eftir heimsóknina í Orf líftækni var förinni heitið í Marine Collagen sem er í eigu sjávarútvegsfyrirtækjanna Þorbjörns, Vísis, HB Granda og Samherja. Þar tók á móti hópnum Jón Freyr Egilsson, framleiðslustjóri. Marine Collagen framleiðir kollagen og gelatín úr fiskiroði en fyrirtækið er sprottið upp úr hugmyndafræði Codlands um að fullnýta sjávarafurðina sem í þessu tilfelli er þorskur.  Stefnt er að því að hefja framleiðslu á gelatíni og kollageni úr 4.000 tonnum af roði úr íslenskum bolfiski á ári. Unnið er að því að setja upp framleiðslutæki í gamla húsnæði BESA en vonir standa til að hægt veðri að hefja framleiðslu fljótlega á nýju ári. 

Því næst var litið inn í Vísi þar sem hægt var að sjá hvaðan fiskiroðið í Marine Collagen kemur. Jóhann Helgason, yfirmaður sölusviðs hjá Vísi fór yfir ferlið, bæði veiðar og vinnslu. Eftirspurn er mikil eftir gæða þorski og sendiherrann var mjög áhugasamur um að koma úrvals hráefni úr Grindavík á markað í Kína. Markaðir Vísis eru hins vegar Evrópa og Bandaríkin enn sem komið er. 

Að lokum var HS Orka heimsótt en þar tók á móti hópnum Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku og kynnti ferlið og söguna. Þá var farið yfir hugmyndafræði Auðlindagarðsins sem byggir á samfélagi án sóunar. 

Það er óhætt að fullyrða að bæði Jin Zhijian og  Chen Guisheng voru mjög ánægðir með heimsóknina til Grindavíkur. Það er ljóst að mikil gróska er á svæðinu og fyrirtæki að nýta helstu auðlindir okkar í sinni framleiðslu;  sjávarauðlindina, orkuauðlindina og mannauðinn. 

Grindavíkurbær vill aftur koma á framfæri þökkum til þeirra fyrirtækja sem gáfu sér tíma til að taka á móti hópnum. 

Björn Örvar tekur á móti hópnum í gróðurhúsi Orf líftækni í Grindavík.

BIOEFFECT vörurnar eru gríðarlega vinsælar en stutt er síðan Orf líftækni opnaði Gestastofu í gróðurhúsinu við Grindavík en þar geta hópar komið og fengið kynningu á bæði vörunni og framleiðslu hennar.

Jón Freyr Egilsson, framleiðslustjóri Marine Collagen fer yfir ferlið á vinnslu gelatíns og kollagens.

Sendiherran með lokaútgáfu afurðarinnar, kollagen sem er orðið duft, tilbúið til neyslu. 

Hádegisverðurinn var snæddur í LAVA, veistingarstað í Bláa Lóninu. 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!