Dagskrá bćjarstjórnarfundarins á morgun

  • Fréttir
  • 28. október 2019
Dagskrá bćjarstjórnarfundarins á morgun

Bæjarstjórn Grindavíkur kemur saman til fundar á morgun. Þetta er 499. fundur bæjarstjórnar og verður hann haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 29. október 2019 og hefst kl. 17:00. Fundurinn verður venju samkvæmt einnig í beinni útsendingu á Youtube-rás Grindavíkurbæjar.

Dagskrá:

Almenn mál
1.     1802069 - Skólahúsnæði: Hönnun og framkvæmdir
    Teikningar og frumkostnaðaráætlun af viðbyggingu við Hópskóla lagðar fram. 

Á fundi bæjarráðs þann 15.október sl. var lýst yfir ánægju með teikningarnar og þeim vísað til bæjarstjórnar. 
        
2.     1807010 - Leikskólahúsnæði; Aukning/stækkun
    Lögð er fram grunnmynd af nýjum 4 deilda leikskóla sem er afrakstur vinnu byggingarnefndar leikskóla. Ennfremur er lögð fram kostnaðaráætlun hönnuða og tilboð hönnuða í áframhaldandi hönnun. 

        
3.     1910002 - Skipulag og umhverfi hafnarsvæðis og sjómannagarðs
    Viðauki 37. 
Óskað er eftir viðauka vegna hönnunar á svæðum við Hafnargötu, Seljabót, Kvikuna og Sjómannagarðinn. Um er að ræða tilfærslu á fjármögnun innan fjárfestingaráætlunar fyrir árið 2019. 
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.
        
4.     1907027 - Stamphólsvegur 1 - breyting á deiliskipulagi
    Skipulagsnefnd samþykkti á 64. fundi sínum þann 21.október sl. óverulega breytingu á deiliskipulag við Stamphólsveg. 

Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt lóðarhöfum að Stamhólsveg 3 og ásamt því að vera auglýst á heimsíðu Grindavíkurbæjar. Engar athugasemdir bárust á grenndarkynningartímanum. 

Deiliskipulagsbreytingin felur í sér stækkun á byggingarreit á lóðinni við Stamphólsveg 1.
        
5.     1910015 - Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022
    Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir umsögn á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 
2010-2022. 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna þar sem þessi breyting hefur ekkert 
með lögsögumörk sveitarfélagana að gera.
        
6.     1909152 - Gatnalýsing Stefna Grindavíkurbæjar
    Drög að stefnu Grindavíkurbæjar varðandi götulýsingu lögð fram. Bæjarráð vísar stefnunni til samþykktar í bæjarstjórn.
        
7.     1909154 - Gatnalýsing Rekstur sept. 2019
    Viðauki 36. 
Lögð fram ósk um viðauka á fjárhagsáætlun 2019 á gatnalýsingu að fjárhæð 10.000.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á verkefninu „Gatnalýsing, endurnýjun 3. áfangi" á eignfærðri fjárfestingu að fjárhæð 8.500.000 kr. og með hækkun tekna þjónustumiðstöðvar um 1.500.000 kr. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.
        
8.     1909196 - Snjómokstur Rekstarstaða sept. 2019
    Viðauki 35. 
Lögð fram beiðni um viðauka á árið 2019 vegna snjómoksturs að fjárhæð 5.250.000 kr. sem skiptist á 4 rekstrarliði. Greinargerð umsjónarmanns fasteigna lögð fram til rökstuðnings. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 5.250.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé að fjárhæð 2.650.000 kr. og hækkun tekna þjónustumiðstöðvar að fjárhæð 2.600.000 kr.
        
9.     1909198 - Skólabílar Rekstarstaða sept. 2019
    Viðauki 34. 
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 1.575.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.
        
10.     1910032 - Beiðni um viðauka vegna Íþrótta- og afrekssjóðs
    Viðauki 38. 
Lögð fram beiðni um viðauka á árið 2019 að upphæð kr. 250.000 vegna íþrótta- og afrekssjóðs. 
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina og að hún verði fjármögnuð með lækkun á handbæru fé.
        
11.     1907008 - Fjárhagsáætlun 2020-2023 - Grindavíkurbær og stofnanir
    Bæjarráð samþykkti samhljóða á síðasta fundi sínum að vísa fjárhagsáætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn. 

Vísa þarf áætluninni til síðari umræðu í bæjarstjórn.
        
12.     1910051 - Vinabæjarsamskipti við Uniejów í Póllandi
    Undanfarin misseri hafa farið fram gagnkvæm samskipti milli Grindavíkurbæjar og Uniejów. Lagt fram erindi um að gengið verði frá formlegum vinabæjarsamningi milli bæjarfélaganna. 

Bæjarráð vísar málinu til samþykktar í bæjarstjórn.
        
13.     1806026 - Kosning í nefndir samkvæmt B-lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar
    Kjósa þarf nýjan fulltrúa í almannavarnanefnd Grindavíkurbæjar. Lagt er til að Atli Geir Júlíusson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs taki sæti í nefndinni í stað Sigurðar Ólafssonar fyrrverandi sviðsstjóra.
        
14.     1906003 - Öldungaráð - Nýjar samþykktir
    Ný drög að samþykktum fyrir öldungaráð Grindavíkurbæjar lögð fram. 
Bæjarráð vísar samþykktunum til samþykktar í bæjarstjórn.
        
15.     1905038 - Vegagerðin - Undirgöng undir Víkurbraut
    Tillaga B og D lista vegna vígslu undirganganna: Fyrsti bekkur grunnskólans vígi mannvirkið og einnig verði börnum í yngri deildum skólans fært endurskinsmerki frá Grindavíkurbæ.
        
Fundargerðir til kynningar
16.     1901109 - Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2019
    Fundargerð 874. fundar dags. 27. september 2019 lögð fram til kynningar.
        
17.     1909021F - Bæjarráð Grindavíkur - 1527
        
18.     1910009F - Bæjarráð Grindavíkur - 1528
        
19.     1910014F - Bæjarráð Grindavíkur - 1529
        
20.     1910012F - Skipulagsnefnd - 64
        
21.     1909020F - Frístunda- og menningarnefnd - 87
        
22.     1910002F - Fræðslunefnd - 91
        
23.     1910006F - Umhverfis- og ferðamálanefnd - 40
        

25.10.2019
Fannar Jónasson, bæjarstjóri
 


Deildu ţessari frétt