Ţórkötlur kanna umferđaröryggi í Grindavík

  • Fréttir
  • 28. október 2019
Ţórkötlur kanna umferđaröryggi í Grindavík

Félagskonur Þórkötlu stóðu á horni Víkurbrautar, Ránargötu og Heiðarhrauns í september og skráðu niður upplýsingar um ökumenn og bifreiðar sem leið áttu framhjá.
Könnunin er liður í umferðaröryggiskönnun Samgöngustofu og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Könnuninn fer fram á 42 völdum gatnamótum um land allt, bæði í þéttbýli og dreifbýli, og er 5 ára verkefni.
Skráð er niður tegund ökutækis, hvort ökuljós eru kveikt eða ekki, hvort ökumaður noti bílbelti (eða hjálm ef hann er á hjóli) og notkun farsíma. Auk þess er skráð niður kyn og aldur ökumanns.
Mynd efst: Sigrún, Gauja, Petra Rós, Valdís, Sigrún og Emma undirbúa sig í björgunarsveitarhúsinu.
 


Sigrún, Lilly og Sigrún á horni Víkurbrautar og Heiðarhrauns.

Inga Birna, Petra Rós og Valdís skrá niður á horni Ránargötu og Víkurbrautar.

Emma og Gauja mættar við Hópsbraut.

Gauja galvösk við skráninguna.
 


Deildu ţessari frétt