Minni ţrýstingur á heitu vatni vegna bilunar

  • Fréttir
  • 25. október 2019
Minni ţrýstingur á heitu vatni vegna bilunar

Margir íbúar bæjarins hafa orðið varir við lélegri þrýsing á heita vatninu. Af þeim sökum er kaldara í húsum. Þetta á sérstaklega við um hús í efri byggðum þar sem neðri byggð stendur nær stofninum. Samkvæmt upplýsingum frá HS Veitum er farinn í stundur stýrisstrengur sem sér um að dæla heitu vatni úr tanki við Þorbjörn. Hefur það líklega gerst við framkvæmdir undirganganna. Strengurinn sem um ræðir sér um að lesa þrýstinginn á vatninu en virki hann ekki kemur lægri þrýstingur. HS Veitur vinna nú að því að finna bilunina en ekki er hægt að segja til um með nokkurri vissu hvenær þetta kemst í lag. Grafa þarf upp svæði og finna hvar strengurinn er farinn í sundur. 

Ef búnaður húsa er orðinn stirður eða síur stíflaðar þá getur minnkun á þrýsting eða lokun heitavatns haft þau áhrif að heitt vant skilar sér ekki út í ofna eða lagnir. Því er fólki bent á að athuga búnað og síur. 


Deildu ţessari frétt