Grenndarkynning á óverulegri deiliskipulagsbreytingu norđan Hópsbrautar í Grindavík

  • Skipulagssviđ
  • 24. október 2019

Um er að ræða óverulegar breytingar á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingarnar eru gerðar á stærð og nýtingarhlutfalli lóða við Víkurhóp 30 og 32 ásamt því að krafa um bílageymslu er felld út. Að auki eru lóðunum við Víkurhóp 25-29 og 39-43 skipt upp í fjórar raðhúsalóðir og skil milli lóða að Víkurhópi 31-37 og 45-51 færast til.

Breytingartillagan er aðgengileg á heimasíðu bæjarins, www.grindavik.is. Þeir sem telja sig hafa hagsmuna að gæta geta sent inn athugasemdir til 21. nóvember 2019 til Atla Geirs Júlíussonar, sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, á netfangið atligeir@grindavik.is eða skrifstofu bæjarins merkt: 

"Skipulagsbreytingar við Víkurhóp"

Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs

Hér má finna deiliskipulagsbreytinguna. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir