Grindavíkurbćr leitar ađ verkefnastjóra framtíđarţróunnar Kvikunnar

  • Fréttir
  • 24. október 2019
Grindavíkurbćr leitar ađ verkefnastjóra framtíđarţróunnar Kvikunnar

Grindavíkurbær auglýsir starf verkefnastjóra framtíðarþróunar Kvikunnar, auðlinda- og menningarhúss bæjarins, laust til umsóknar. Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs með möguleika á framtíðarráðningu.  Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega á árinu 2020. Frá því í vor hefur verið unnið að stefnumótun Kvikunnar. Næsta skref í þeirri vinnu er ráðning verkefnastjóra. 

Helstu verkefni:

•    Áætlanagerð um þróun tækifæra í kjölfar stefnumótunar Kvikunnar
•    Verkefnastýring þeirra verkefna sem ákveðið verður að ráðast í þ.m.t. að hrinda í framkvæmd ýmsum menningartengdum verkefnum 
•    Vinna að uppbyggingu á þjónustu við ferðamenn og þátttaka í stefnumótandi ákvörðunum
•    Tengslamyndun og þróun samskipta við starfsfólk Grindavíkurbæjar og atvinnulífið í Grindavík
•    Samstarf við hagaðila og vinna að auknu samstarfi fyrirtækja og stofnana
•    Halda utan um mælingar í tengslum við skilgreinda árangursmælikvarða 
 


Menntunar- og hæfniskröfur:

•    Menntun sem nýtist í starfi, háskólamenntun æskileg 
•    Þekking á samfélagi og atvinnulífi í Grindavík kostur
•    Þekking og reynsla af verkefnastjórnun
•    Reynsla sem nýtist í starfi 
•    Geta til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
•    Góðir hæfileikar til tengslamyndunar
•    Þjónustulund
•    Hæfni í mannlegum samskiptum
•    Geta unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði í starfi 
 

Nánari upplýsingar um starfið veita Eggert Sólberg Jónsson sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs á netfangið eggert@grindavik.is og Kristín María Birgisdóttir upplýsinga- og markaðsfulltrúi á kristinmaria@grindavik.is  

Kynningarbréf ásamt ferilsskrá skal berast á ofangreind netföng eða í umslag merkt "Verkefnastjóri Kvikunnar" í afgreiðslu bæjarskrifstofa, til og með 12.nóvember n.k en þá rennur umsóknarfrestur út.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 14. nóvember 2019

Ray Anthony ţjálfar stelpurnar áfram

Fréttir / 14. nóvember 2019

Frí blóđsykursmćling í Nettó á morgun

Fréttir / 7. nóvember 2019

Jón Axel er á sögufrćgum Naismith lista

Fréttir / 7. nóvember 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 6. nóvember 2019

Skyndilokun vatnsveitu

Fréttir / 6. nóvember 2019

Nágrannaviđureign í kvöld

Fréttir / 6. nóvember 2019

Bingókvöld í Gjánni á föstudaginn

Fréttir / 6. nóvember 2019

Sigurđur Elíasson nýr ţjálfari GG

Fréttir / 5. nóvember 2019

Jónína Ara á Bryggjunni á fimmtudag

Fréttir / 5. nóvember 2019

Vladan Djogatovic áfram međ Grindavík

Fréttir / 5. nóvember 2019

Kaldavatnslaust frá 10:00 - 12:00

Fréttir / 4. nóvember 2019

Veistu um áhugavert umfjöllunarefni?

Fréttir / 4. nóvember 2019

Villibráđakvöld 15. nóvember