Verkefnastjóri óskast til starfa hjá Grindavíkurbć

  • Fréttir
  • 11. nóvember 2019
Verkefnastjóri óskast til starfa hjá Grindavíkurbć

Grindavíkurbær auglýsir starf verkefnastjóra Kvikunnar, auðlinda- og menningarhúss bæjarins laust til umsóknar. Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs með möguleika á framtíðarráðningu.  Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega á árinu 2020. Frá því í vor hefur verið unnið að stefnumótun Kvikunnar.  Ráðning verkefnisstjóra er næsta skref í stefnumótunarferlinu. 

Helstu verkefni:
•    Áætlanagerð um þróun tækifæra í kjölfar stefnumótunar Kvikunnar
•    Tengslamyndun og þróun samskipta við starfsfólk Grindavíkurbæjar og atvinnulífið í Grindavík
•    Hrinda í framkvæmd ýmsum menningartengdum verkefnum 
•    Vinna að uppbyggingu á þjónustu við ferðamenn og þátttaka í stefnumótandi ákvörðunum
•    Samstarf við hagsmunaaðila
•    Vinna að auknu samstarfi fyrirtækja og stofnana


Menntunar- og hæfniskröfur:
•    Menntun sem nýtist í starfi, háskólamenntun æskileg 
•    Þekking á samfélagi og atvinnulífi í Grindavík  er kostur
•    Reynsla sem nýtist í starfi 
•    Geta til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
•    Góðir hæfileikar til tengslamyndunar
•    Þjónustulund
•    Hæfni í mannlegum samskiptum
•    Geta unnið sjáfstætt og sýnt frumkvæði í starfi 

Nánari upplýsingar um starfið veita Eggert Sólberg Jónsson sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs á netfangið eggert@grindavik og Kristín María Birgisdóttir upplýsinga- og markaðsfulltrúi á kristinmaria@grindavik.is  

Kynningarbréf ásamt ferilsskrá skal berast á ofangreind netföng eða í umslag merkt "Verkefnastjóri Kvikunnar" í afgreiðslu bæjarskrifstofa, til og með 12.nóvember n.k en þá rennur umsóknarfrestur út.


Deildu ţessari frétt