Félagsađstađa eldri borgara í Árborg skođuđ

  • Fréttir
  • 24. október 2019
Félagsađstađa eldri borgara í Árborg skođuđ

Á dögunum fór hópur fólks úr Grindavík í vettvangsferð á Selfoss til að skoða aðstöðu eldri borgara í bæjarfélaginu. Fyrir liggur að hefja byggingu félagsaðstöðu eldri borgara hér í Grindavík og því þótti tilvalið að fara í heimsókn í Árborg til að skoða hvernig málum er háttað þar. 

Samkvæmt málefnasamningi meirihluta bæjarstjórnar er samkomulag um að byggja félagsaðstöðu fyrir eldri borgara þannig að tryggja megi fjölbreyttar tómstundir undir einu þaki. Þá er samkomulag um að fá byggingaverktaka til að byggja íbúðir ætlaðar eldri borgurum sem seldar verða á almennum markaði en stefnan er að tryggja áfram góða þjónustu við eldri borgara og gera þeim kleift á að búa sem lengst í eigin húsnæði. 

Undirbúningur að byggingu félagsaðstöðunnar hér í Grindavík er hafinn. Heimsóknin í Árborg var fróðleg og skemmtileg en mikil uppbygging hefur átt sér stað á svæðinu þegar kemur að eldri borgurum. 

Í heimsókninni var m.a. nýr samkomusalur skoðaður, nýtt mötuneyti, hvíldaraðstaða, vinnurými fyrir leir- og glerlist og salernisaðstaða með pappírslausu salerni. Þar var upphituð seta og fjarstýring þar sem bæði var hægt að stilla vatn og blástur eftir þörfum.

Hópurinn úr Grindavík er f.v. Páll Valur Björnsson bæjarfulltrúi, Hjálmar Hallgrímsson bæjarfulltrúi, Kristín María Birgisdóttir upplýsinga- og markaðsfulltrúi, Fannar Jónasson bæjarstjóri, Hallfríður Hólmgrímsdóttir bæjarfulltrúi, Margrét Gísladóttir formaður Félags eldri borgara í Grindavík, Guðmundur Pálsson bæjarfulltrúi, Helga Dís Jakobsdóttir bæjarfulltrúi, Atli Geir Júlíusson sviðsstjóri skipulagssviðs og Sigurður Ágústsson stjórnarrmaður í Félagi eldri borgara í Grindavík. 


Deildu ţessari frétt