Glćsilegur Áskell ŢH 48 kom til Grindavíkur í gćrkvöldi

  • Fréttir
  • 22. október 2019
Glćsilegur Áskell ŢH 48 kom til Grindavíkur í gćrkvöldi

Nýr og glæsilegur Áskell ÞH 48 kom til Grindavíkurhafnar í gærkvöldi að viðstöddu fjölmenni. Skipið kemur frá Brattavogi í Noregi en þaðan kom líka Vörður fyrir tæpum mánuði síðan.

Um er að ræða eitt af sjö systurskipum sem norsk skipasmíðastöð smíðar fyrir íslenskar útgerðir. Áskell er í eigu Gjögurs hf sem er með heimilisfesti í Grenivík en bæði hafa Áskell og Vörður, sem eru ísfisktogarar í eigu fyrirtækisins verið gerðir út frá Grindavík til margra ára.

Meðfylgjandi myndir tók Jón Steinar Sæmundsson fyrir síðuna Bátar og bryggjubrölt og eru þær hér bitar með góðfúslegu leyfi. 

Eftir komuna til Grindavíkur fór Áskell sömu leið og Vörður, til Hafnarfjarðar þar sem græja þarf millidekkið og fleira svo hægt sé að halda á veiðar. Áætlað er að sá tími taki 3-4 vikur. 


Deildu ţessari frétt