Hvalreki viđ Grindavík

  • Fréttir
  • 17. október 2019
Hvalreki viđ Grindavík

Í fjörunni við golfvöllinn Húsatóftavöll vestan við Grindavík liggur dauður hvalur sem sennilega er aldraður búrhvals-tarfur.  Menn urðu varir við hvalinn í gærmorgun um kl. 10:00 þar sem hann var að veltast um í öldurótinu utan við víkina og síðan var hann kominn upp í fjöruborðið nokkru síðar.

Meðfylgjandi myndir tók Arnar Már Ólafsson en hann gaf góðfúslegt leyfi fyrir birtingu þeirra. Á neðstu myndinni má sjá hvar nákvæmlega hvalshræið er. 

Jón Steinar Sæmundsson, áhugaljósmyndari birtir einnig færslu um hvalrekann ásamt myndum og fróðleik sem nálgast má hér. 


Deildu ţessari frétt