Heilsuleikskólinn Krókur auglýsir eftir starfsfólki

  • Fréttir
  • 16. október 2019

Heilsuleikskólinn Krókur auglýsir eftir starfsfólki en eftirtalin störf eru í boði:
•    Leikskólakennarar og/eða leiðbeinendur
•    Stuðningsfulltrúar


Heilsuleikskólinn Krókur er sjálfstætt starfandi skóli staðsettur í Grindavík. Skólinn verður brátt fimm deilda með um 115 börnum og 27 starfsmönnum og starfar eftir Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur og viðmiðum Heilsueflandi leikskóla. Í stefnu skólans er lögð rík áhersla á jákvæða og umhyggjusama skólamenningu og öflugt lærdómssamfélag þar sem samvinna og gleði ríkir. Unnið er með heilsueflingu, jákvæð og uppbyggjandi samskipti, frjálsan leik í flæði, umhverfismennt, jóga og núvitund með áherslu á umhyggjusamt námsumhverfi.


Því leitum við að samstarfsfólki sem:
•    Er tilbúið að tileinka sér starfsaðferðir leikskólans
•    Er samvinnufúst, lausnarmiðað og sýnir frumkvæði í starfi
•    Hefur áhuga á heilsueflingu, umhverfismennt og umhyggjusömum samskiptum
•    Er tilbúið til að taka þátt í öflugri starfsþróun
•    Er stundvíst, samviskusamt og jákvætt


Menntunar og hæfniskröfur:
•    Leikskólakennaramenntun
•    Uppeldismenntun sem nýtist í starfi
•    Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg
•    Hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum 
•    Hefur áhuga á að vinna með ungum börnum
•    Góð íslenskukunnátta er skilyrði


Allri sem áhuga hafa á því að tileinka sér okkar starfsaðferðir í jákvæðu og uppbyggjandi skólastarfi eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum svarað.
Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um.


Nánari upplýsingar veita Hulda Jóhannsdóttir skólastjóri og Bylgja Kristín Héðinsdóttir aðstoðarskólastjóri.
Rafrænar umsóknir er hægt að leggja inn hér.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun