Sigurbjörn Hreiđarsson nýr ţjálfari

  • Knattspyrna
  • 15. október 2019

Grindavík hefur ráðið Sigurbjörn Hreiðarsson sem aðalþjálfara og Ólaf Tryggva Brynjólfsson sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu. Í fréttatilkynningu frá Knattspyrnudeild UMFG kemur fram að Bjössi eins hann er kallaður sé með mikla reynslu af boltanum, spilaði yfir 300 leiki með Val og hefur þjálfað bæði hjá Haukum og Val. Hann tekur með sér til félagsins Ólaf Tryggva sem hefur verið að þjálfa m.a. hjá Val, Fram og núna síðast sem aðstoðarþjálfari mfl. kvenna hjá Stjörnunni.

Er hann boðinn velkominn til Grindavíkur.

Á meðfylgjandi mynd er nýji aðalþjálfari liðsins, Sigurbjörn og Gunnar Már formaður.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir