Codland hlýtur hvatningarverđlaun Sjávarútvegsráđstefnunnar og TM

  • Fréttir
  • 15. október 2019
Codland hlýtur hvatningarverđlaun Sjávarútvegsráđstefnunnar og TM

Codland, fyrirtæki sem m.a. er í eigu Þorbjarnar hf og Vísis hf í Grindavík hlýtur Hvatningarverðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM árið 2019. 
Þrjú fyrirtæki hafa verið valin úr hópi tilnefninga til að hljóta Hvatningarverðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM árið 2019.

Vinningshafar Hvatningarverðlaunanna fá viðurkenningar afhentar á Sjávarútvegsráðstefnunni sem haldin verður í Hörpu dagana 7. og 8. nóvember næstkomandi.


Við mat á tillögum var litið til frumleika og áhrifa á virðisaukningu. Einnig var litið til áhrifa á ímynd íslensks sjávarútvegs, sjálfbærni og samstarfs.

Eftirfarandi fyrirtæki fengu verðlaunin:

Niceland Seafood: fyrir nýstárlegar leiðir í að bjóða upp á ferskan, íslenskan fisk með rekjanleikalausn sem sýnir neytendanum hvernig fiskurinn ferðast frá veiðum í verslanir/veitingarhús.
Codland: fyrir framtak sem mun skapa verðmæti og atvinnu og tryggja þá ímynd enn fastar í sessi sem einkennt hefur íslenskan sjávarútveg um aukna nýtingu á hráefni til verðmætasköpunar. 
Sjávarklasinn: fyrir stuðning við nýsköpun og samvinnu hinna ýmsu aðila innanlands og utan. Mikill fókus hefur verið á sjálfbærni og hafa verkefnin stuðlað að auknu samstarfi fyrirtækja, menntastofnanna og ríkisstofnanna.

Codland vinnur um þessar mundir að því að setja upp starfssemi sína við Bakkalág í Grindavík. Við óskum þessum fyrirtækjum innilega til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu. 


 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 21. nóvember 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 18. nóvember 2019

Nýr leikskóli: Kynning á hönnun

Grunnskólafréttir / 15. nóvember 2019

Dagur íslenskrar tungu

Fréttir / 15. nóvember 2019

Árleg kvenfélagsmessa á sunnudaginn

Fréttir / 14. nóvember 2019

Ray Anthony ţjálfar stelpurnar áfram

Fréttir / 14. nóvember 2019

Frí blóđsykursmćling í Nettó á morgun

Fréttir / 7. nóvember 2019

Jón Axel er á sögufrćgum Naismith lista

Fréttir / 7. nóvember 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 7. nóvember 2019

Grindavík semur viđ nýjan framherja

Fréttir / 6. nóvember 2019

Skyndilokun vatnsveitu