Magnađ brim viđ Brimketil: Myndband

  • Fréttir
  • 8. október 2019
Magnađ brim viđ Brimketil: Myndband

Brimið getur verið ansi stórbrotið við Brimketil og ekki að ástæðulausu sem þessi hraunketill ber heitið. Brimketill er sérkennileg laug í sjávarborðinu vestast í Staðarbergi stutt frá Grindavík. Á sólríkum degi minnir grjótmyndunin helst á heitan pott. Brimketill og katlarnir í nágrenni hans urðu til vegna stöðugs núnings brims við hraunklettana. Þar hefur ytra álag smátt og smátt mótað bolla og katla í basalthraunið.

Brimketill er orðinn einn vinsælasti áfangastaðurinn að heimsækja á Reykjanesi en bæði erlendir og innlendir ferðamenn sem og íbúar Grindavíkur hafa gaman af því að kíkja á þennan magnaða stað.

Í gær gekk brimið langt upp á land en brimið við klettana er mögnuð upplifun eins og meðfylgjandi myndband sýnir sem tekið var af Auði Örnu sem starfar úti á Reykjanesi og fer því daglega um svæðið. Fyrir rúmum tveimur árum voru útsýnispallar teknir í notkun við Brimketil en Brimketill er í Reykjanes UNESCO Global Geopark.

Öryggisupplýsingar!

Ekkert eftirlit er á svæðinu.
Gestir eru a eigin ábyrgð.
Öldurnar geta verið ófyrirsjánlegar og óvæntar.
Sjávarstraumar eru einstaklega sterkir.
Streckar vindhviður geta verið hættulegar og ófyrirsjáanlegar.
Ef þú ert á ferð með börn, skildu þau aldrei við þig.
Lífshættulegt getur verið að fara í sjóinn.

 


Deildu ţessari frétt

A?RAR FR?TTIR

Fréttir / 12. ágúst 2020

Stuđningsfjölskyldur óskast

Fréttir / 29. júlí 2020

Verslunarmannahelgin á Bryggjunni

Fréttir / 20. júlí 2020

Jarđskjálftarnir viđ Fagradalsfjall

Fréttir / 20. júlí 2020

Öflug skjálftahrina viđ Grindavík

Fréttir / 17. júlí 2020

Gúrmé í Grindavík - Salthúsiđ

Fréttir / 17. júlí 2020

Jón Axel til Ţýskalands

Fréttir / 13. júlí 2020

Stór dagur hjá Fisktćkniskóla íslands

Fréttir / 11. júlí 2020

Tónlistarveisla í kvöld

Fréttir / 9. júlí 2020

Allir á völlinn í kvöld

Fréttir / 9. júlí 2020

Gúrmé í Grindavík - Papas

Fréttir / 8. júlí 2020

Nágrannaviđureign í kvöld