Blćr er á leiđinni

  • Lautarfréttir
  • 4. október 2019

Kæru nemendur og foreldrar.

Í síðustu viku fengum við bréf frá bangsanum Blæ sem býr í Ástarlíu þar sem hann sagði okkur að hann ætlaði að flytja til Grindavíkur og vildi endilega eiga heima hjá okkur hér í Laut. Við höfum frétt að hann sé væntanlegur í næstu viku, hvenær eða hvernig vitum við nú samt ekki. 

Á síðasta starfsmannafundi fengu allir starfsmenn Lautar kynningu á verkefninu en áður höfðu fimm kennarar sótt námskeið hjá Barnaheill en við munum vinna þetta verkefni á öllum heimastofum Lautar. Þetta er verkefni sem vinnur með vináttu og gegnir þar bangsinn Blær lykilhlutverki. Um er að ræða forvarnarverkefni gegn einelti fyrir börn á leikskólaaldri. En þess má geta að Foreldrafélagið okkar gaf leikskólanum allt námsefnið sem og bangsana og færum við þeim okkar bestu þakkir fyrir. 

Nánar má lesa um verkefnið á heimasíðu Barnaheilla sjá hér


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir